Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Side 66

Morgunn - 01.06.1993, Side 66
MORGUNN fyrirmunað að skilja. Hann einn vissi hve stórum skugga sektarkennd og sjálfsfyrirlitning vörpuðu á velgengni hans og frama. Þær læstu klónum í hann hið innra, miskunnar- laust. Það eitt að líta í spegilinn á morgnana olli honum við- bjóði og á meðan hann rakaði sig óx ljótleikinn í vitund hans. Ef til vill var þessi ljótleiki tengdur sjálfsmorðs- tilhneigingum sem komu honum stundum til að ráfa í sinnuleysi út á iðandi umferðagötur. En Michael var ekki viss. Og hann hafði enga hugmynd um hvers vegna hann hafði árum saman haft furðuleg einkenni... Hann var yfirkominn af skelfingu í hvert sinn sem hann naut ásta með Sharron, konunni sinni. Michael hafði lagt hart að sér til að komast áfram. Foreldrar hans voru lágstéttarfólk, Gyðingar sem bjuggu í Suður-Bronx í New York. Móður hans líkaði ekki við hann og einu afskiptin sem faðir hans hafði af honum voru fólgin í að gera einkason sinn að skotspæni ofboðs- legra reiðikasta. Þessi uppvöxtur sem einkenndist af tilfinningalegri kúgun og munnlegu ofbeldi hafði þau áhrif að Michael var orðinn mjög bældur á síðari hluta unglingsáranna. Honum stóð stuggur af umhverfinu og forðaðist oft öll samskipti við ókunnuga. Vanlíðan hans var slík og feimni að iðulega hætti hann við að aka inn á bensínstöðvar þó hann vantaði bensín, af ótta við að þurfa að tala við afgreiðslumanninn. Þótt honum gengi mjög vel í skóla og síðar háskóla, gerði Michael sér ljóst að hann stefndi hraðfara í að verða óvirkur vegna allskyns fælni, kvíða og ímyndana. Frá upphafi var hann staðráðinn í að berjast gegn erfiðleikum sínum, hversu þungbærir sem þeir yrðu. Og þessi ákvörð- un varð til þess að hann fór í hefðbundna sálgreiningu sem stóð næstu fimmtán árin. Starf hans hafði í för með sér búferlaflutninga og þar af leiðandi einnig nýja sálfræð- 64

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.