Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Blaðsíða 66

Morgunn - 01.06.1993, Blaðsíða 66
MORGUNN fyrirmunað að skilja. Hann einn vissi hve stórum skugga sektarkennd og sjálfsfyrirlitning vörpuðu á velgengni hans og frama. Þær læstu klónum í hann hið innra, miskunnar- laust. Það eitt að líta í spegilinn á morgnana olli honum við- bjóði og á meðan hann rakaði sig óx ljótleikinn í vitund hans. Ef til vill var þessi ljótleiki tengdur sjálfsmorðs- tilhneigingum sem komu honum stundum til að ráfa í sinnuleysi út á iðandi umferðagötur. En Michael var ekki viss. Og hann hafði enga hugmynd um hvers vegna hann hafði árum saman haft furðuleg einkenni... Hann var yfirkominn af skelfingu í hvert sinn sem hann naut ásta með Sharron, konunni sinni. Michael hafði lagt hart að sér til að komast áfram. Foreldrar hans voru lágstéttarfólk, Gyðingar sem bjuggu í Suður-Bronx í New York. Móður hans líkaði ekki við hann og einu afskiptin sem faðir hans hafði af honum voru fólgin í að gera einkason sinn að skotspæni ofboðs- legra reiðikasta. Þessi uppvöxtur sem einkenndist af tilfinningalegri kúgun og munnlegu ofbeldi hafði þau áhrif að Michael var orðinn mjög bældur á síðari hluta unglingsáranna. Honum stóð stuggur af umhverfinu og forðaðist oft öll samskipti við ókunnuga. Vanlíðan hans var slík og feimni að iðulega hætti hann við að aka inn á bensínstöðvar þó hann vantaði bensín, af ótta við að þurfa að tala við afgreiðslumanninn. Þótt honum gengi mjög vel í skóla og síðar háskóla, gerði Michael sér ljóst að hann stefndi hraðfara í að verða óvirkur vegna allskyns fælni, kvíða og ímyndana. Frá upphafi var hann staðráðinn í að berjast gegn erfiðleikum sínum, hversu þungbærir sem þeir yrðu. Og þessi ákvörð- un varð til þess að hann fór í hefðbundna sálgreiningu sem stóð næstu fimmtán árin. Starf hans hafði í för með sér búferlaflutninga og þar af leiðandi einnig nýja sálfræð- 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.