Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Side 68

Morgunn - 01.06.1993, Side 68
MORGUNN skammir og fúkyrði. Allir höfðu sálfræðingamir talið að orsök útbrotanna væri að leita í þessum atburði, en engu að síður héldu þau áfram að birtast þrátt fyrir alla sál- fræðimeðferðir. Eitt sinn þegar Michael sat í biðstofu eins sálfræðinga sinna, velti hann útbrotunum fyrir sér á meðan hann beið. Andartak fannst honum sem hann upplifði sjálfan sig - ekki sem Michael Gallander, heldur sem aðskilda veru, sem virtist deila verund hans með honum. Þessi vera var að ýta einhverjum sem hélt dauðahaldi utan um handleggi hennar, einmitt þar sem útbrotin birtust. En hann minntist ekkert á þessa óþægilegu mynd í tímanum sem hann var að fara í, af ótta við að sálfræðingurinn teldi hann geð- veikan. Þegar Michael flutti til Toronto var hann orðinn þrjátíu og átta ára og skiljanlega langþreyttur á sífelldri sál- greiningu. Þótt hún hefði verið gagnleg fyrstu árin hafði hún greinilega ekki í tré við eitrið sem bjó innra með hon- um. En þar eð hann leið af þeirri þráhyggju að hægt væri að ráða bót á þjáningum hans, einhvern veginn einhvers staðar, vildi hann komast til botns í því sem þar væri á ferðinni hvað sem það kostaði. Því leitaði hann að nýjum valkosti, einhverju sem risti verulega djúpt, einhverju sem gæfi nýja skynjun og skilning. Hann kafaði í stjörnuspeki, dulfræði og hinn foma vísdóm Austurlanda. Eftir nokkum tíma leiddi leit hans hann á vit Sálarrannsóknafélagsins í Toronto. Þá hittist svo á að dr. Joel Whitton var að flytja þar fyrirlestur um fmmspekilegar vísbendingar um endur- holdgun. Michael hreifst mjög af því sem hann heyrði og gaf sig á tal við dr. Whitton að loknum fyrirlestrinum. Hann sagði honum frá hvernig fimmtán ár af sálfræðilegri meðferð hefðu ekki getað unnið bug á vandamálunum og spurði hvort hugsanlegt væri að skýra þau með reynslu frá fyrri lífum. Nú var hann alveg viss um að verða talinn bilaður! 66

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.