Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 77

Morgunn - 01.06.1993, Page 77
MORGUNN Við slógum til hvors annars og öskruðum. Öskrin voru á einhverri tungu sem ég skildi ekki og þegar ég reyndi að skilja merkingu orðanna, var eins og enska hefði verið „lögð ofan á” sum þeirra. Hilde- brandt öskraði á mig, „Gyðingahóran þín! Aldrei skal óskilgetinn Gyðingur erfa neitt eftir mig”. Loks vorum við bœði stödd úti við brjóstvirkið og Hildebrandt sló mig fast í magann. Eg fór í kút og blóð lagaði úr munni mér. Svo greip hann utan um hálsinn á mér og byrjaði að kyrkja mig. Hann hélt áfram og ég varð máttlaus. Hann sveigði mig aftur yfir grindverkið og eitthvað brast í bakinu á mér. Hann sleppti takinu og ýtti um leið við mér. Líkami minn féll yfir grindverkið og niður í virkisgröfina þar sem ég lá, með andlitið upp og hárið út um allt fullt af úrgangi og sora. Síðar báru nokkrar konur líkama minn inn í kastalagarðinn og lögðu mig á einhvers konar líkbörur. Andlit mitt sást en líkaminn car að öðru leyti hulinn hvítu klœði. Nú þegar Michael hafði séð hinar hræðilegu afleið- ingar þess að Hildebrandt gat ekki stillt skap sitt, rénaði ótti hans við að fyllast stjórnlausri reiði. Svo fór einnig um svefnstyggð hans hvað áhrærði lág hljóð. Michael hafði tekið eftir að hávaði úr kastalagarðinum truflaði ekki hinn sofandi Hildebrandt, sem hvað eftir annað glaðvaknaði þó snögglega við minnstu hljóð, vegna ótta síns við launmorðingja. Michael var Hildebrandt - og samt þurfti hann ekki að vera hann. Hann þurfti ekki að halda til haga hegðunarmynstrum riddarans. Dr. Whitton hafði fullan hug á að draga tjöldin enn frekar frá fyrri lífum Michaels og ákvað að beita annarri aðferð... „Farðu aftur” hvatti hann sjúkling sinn, „aftur til tímans rétt áður en þú fæddist sem riddarinn”. 75

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.