Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 78

Morgunn - 01.06.1993, Page 78
MORGUNN Michael var þögull drykklanga stund. Eftir hreyf- ingum andlitsvöðva hans og augna að dæma, var hann nú bergnuminn af sýnum í öðrum heimi, hinu dularfulla tilverustigi á milli jarðneskra lífa. Þegar hann mælti loks orð frá vörum, minnti hann með orðum sínum á hið foma máltæki að vegurinn til vítis sé varðaður góðum áformum. Astæðan var sú að um líf sitt sem Hildebrandt hafði hann svo sannarlega önnur og jákvæðari áform en raunin varð á. Rödd Michaels bar nú með sér blæ mikillar bjartsýni... „Eg er sameinaður alheiminum. Sameinaður stjörn- unum og ég hlakka mikið til að fœðast. Eg ætla að reyna að skapa land án landamœra. Eg œtla að vera góður konungur og hafa vitra ráðgjafa. Eg mun hvetja tilþekkingarleitar, ferðalaga og vöruskipta.” Þegar Michael heyrði sjálfan sig gefa þessa yfirlýsingu gerði hann sér ljóst að Hildebrandt var enginn Adolf Hitler eftir allt. Þótt Hildebrandt æli innra með sér miklar hugsjónir var honum engu að síður ómögulegt að lifa í samræmi við þær og umbreyttist í kvalda, eirðarlausa mannveru, fremur en að um grimmd og illsku væri að ræða í grunneðli hans. Nú var Michael sagt að fara inn í millilífið sem fylgdi á eftir lífi hans sem Hildebrandt... „Hvað sérðu?” spurði Dr. Whitton. Michael var þögull í fyrstu en svo byrjaði hann að snökta ákaflega. Hann muldraði eitthvað um misgjörðir sínar sem Hildebrandt og minntist á atvikið þegar hann rak ungbarnið og móður þess í gegn með spjóti sínu. Það varð til þess að grátur hans ágerðist enn frekar og varð afar brjóstumkennanlegur í ákefð sinni. Sjálfsásakanir hans voru handan þeirra marka sem nokkur huggun nær. „Hvað sérðu?” spurði Dr. Whitton enn einu sinni. Hægt og eins og með sársauka svaraði Michael. 76

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.