Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Side 79

Morgunn - 01.06.1993, Side 79
MORGUNN „Það er sorti og ég vil ekki líta í kringum mig. Það var svo margt sem ég hefði getað gert en gerði ekki. Eg hefði getað gert svo mikið gott en... ég gerði það ekki”. Þessi iðrun í millilífinu er líkust því að upplifa eins konar víti. Eftir því sem flestir segja rennur sá tími upp og það mjög fljótlega, þegar sektarkenndin tekur völdin í allri sinni miskunnarlausu birtu. Allar réttlætingar og afsak- anir, sem við höfum notað til að útskýra annmarka okkar og bresti, eru horfnar út í veður og vind. Þetta er helvíti en samt engan veginn eilíf útskúfun. Þegar litið er yfir líf gerir samhygðarfull hvatning dómaranna okkur kleift að líta, meira að segja stærstu misgjörðir okkar, með nokkurri mildi. Hversu illa sem síðasta líf hefur verið notað þá veit sálkjarninn að það gefst alltaf annað tækifæri til að bæta fyrir það. Því var það að Michael fann, þama sem hann hálf-blundaði í milliástandinu, veiklaða þætti í þróun sinni og lagði á ráðin um líf á fyrri hluta fimmtándu aldar, sem presturinn Magnus, með búsetu „í Póllandi rétt hjá Muscovy”. Þetta líf var ráðgert með það fyrir augum að ná betri sjálfsstjórn. Síðar skoðaði Michael líf Magnusar í dásvefni og sá að í samræmi við kröfur kirkjunnar hafði prestinum tekist að yfirvinna mikla áreitnihneigð og bæla kynhvötina. Þeir tímar komu stundum að Michael fannst þessar endurupplifanir frá fyrri lífum stjóma lífi sínu nú. Hann fékk martraðir og dagarnir fóru í að velta fyrir sér þeim uppgötvunum sem hann gerði og því ljósi sem þær vörp- uðu á líf hans nú. En í maí 1981 hættu þessar martraðir og þar með hætti hann einnig að fá í þeim skýringar. Sama máli gegndi um fyrri líf. Einu gilti hversu mikið þeir dr. Whitton reyndu, þeir komust hvorki lönd né strönd; 77

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.