Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Side 80

Morgunn - 01.06.1993, Side 80
MORGUNN virtust útilokaðir frá frekari vitneskju. Þar eð Michael vék sér undan öllum þrýstingi í þessa átt, í dásvefninum, taldi dr. Whitton víst að þarna væri að minnsta kosti eitt líf enn sem skipti verulegu máli fyrir bata hans. Loks kom að því að þetta óþægilega líf fannst en allt og sumt sem hafðist út úr Michael var nafnið Victor, sem eitt og sér hafði auðvitað enga merkingu. Þetta ófremdarástand hafði staðið yfir í nokkra mánuði þegar Michael barst í hendur boð um heimsókn á heimili Maisie Newman í Cape Ann í Massachusettsfylki. Maisie, sem var starfsfélagi hans, hafði hvað eftir annað boðið Michael og Sharron afnot af húsi sínu ef þau vildu búa þar í fríi og skoða strendur Nýja Englands. Þau höfðu aldrei þekkst boð hennar en að þessu sinni var hún sérstaklega ákveðin og Michael var svo uppgefinn á könnun fyrri lífa að hann gat vel þegið að komast í burtu um tíma. Þegar þau höfðu komið sér fyrir í húsinu, sem stóð niðri við ströndina, leigðu Gallanderhjónin sér bíl og ákváðu að fara í stutta ökuferð til gamallar borgar sem heitir Salem. Þau gengu góða stund um höfnina í þessari borg sem var illræmd fyrir nornaofsóknir sínar á sautjándu öld. Þar rákust þau á gamalt bókasafn og eitthvað dró þau þangað inn. Michael greip þar af hendingu gamla bók um sögu galdra í héraðinu. Allt í einu var hann yfirkominn af sérlega óþægilegri tilfinningu sem umbreyttist fljótlega í að verða beinlínis líkamleg. „Það var eins og eitthvað hristi mig”, sagði hann síðar. „Ég stóð þarna skjálfandi og sveittur. Eitthvað, sem mér var þó ekki Ijóst, var að gerast í huga mér... eitthvað sem ég skildi ekki”. Michael hafði sér vitanlega engin persónuleg tengsl við bókina né efni hennar. Hann vissi bara að hin nánast takmarkalausa tilhneiging hans til að fyllast viðbjóði á sjálfum sér, hafði vaknað. Og vissulega hlaut það að vera vísbending. Michael fór frá Salem og reyndi að hrista af sér þessar 78

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.