Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 83

Morgunn - 01.06.1993, Page 83
MORGUNN Michael upplifði drykkjuæði Roberts var hann fljótur að greina í því endurómun ómeðvitaðra sjálfsvígstilhneiginga eigin lífs. Hann átti vanda til að „verða utan við sig” eins og hann nefndi það og hafði oft sinnis „vaknað” á miðri götu við það að bílarnir flautuðu á hann í ákafa eða áhyggjufullir vegfarendur toguðu í ermi hans. Engu að síður voru að koma í ljós ýmis einkenni þess að jákvæðar breytingar ættu sér stað. Þótt sektarkenndin og óttinn væru enn til staðar var Michael nú sýnu áræðn- ari, ákveðnari og afslappaðri, bæði gagnvart öðrum og sjálfum sér. Kannski fólst mesta hvatningin í að dr. Whitton sýndi öll merki sporhunds sem rennur ákafur og öruggur eftir slóðinni. Eftir meira en þriggja ára vinnu við að grafa upp fyrri líf Michaels, fann hann að nú var hann um það bil að komast að því lífi sem yrði til þess að leysa gátuna hvað varðaði átta hundruð ára sögu innibyrgðra tilfinninga. Hann minntist þess hvernig Michael hafði í upphafi samvinnu þeirra nefnt árið 1915 en horfið aftur frá því. í von um að geta leitt hann inn í það líf stýrði hann nú Michael inn í millilífið á undan síðasta lífi. Dr. Whitton álítur nú að þessi tími hafi skipt mestu máli allra þeirra stunda sem þeir unnu saman. Hann lét sjúkling sinn hverfa inn í meðvitund barónsins og beið þess þolinmóður að andlit hans tæki á sig þau merki undrunar og aðdáunar sem alltaf sýndu sig á andlitum þeirra sem fóru inn á þetta svið. Dr. Whitton lét margar mínútur líða áður en hann spurði fyrstu spumingarinnar. „Hver verðurðu þegar þú fæðist?”... Það var löng þögn. „Kona”. „Og hvert verður markmið þessa lífs?...“ Önnur löng þögn. „Að undirbúa ennfrekari lœrdóm sálarinnar. Að jafna karma”. 81

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.