Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Side 84

Morgunn - 01.06.1993, Side 84
MORGUNN Frekari spumingar leiddu í ljós að sál Michaels fékk í millilífinu leiðbeiningar um að reyna - hversu hörð sem hin jarðneska refsing yrði - að greiða úr flækjunni sem hafði eyðilagt svo mikið og orsakað ringulreið í svo mörgum lífum. Dagskrá þessa lífs gerði því ráð fyrir kynferðislegum áföllum auk ásetnings um að losa sig við kreddubundnar trúarskoðanir. Ef allt færi eftir ráðagerð- inni yrði næsta líf erfitt en engu að síður það líf sem skipti sköpum og sneri við dæminu um sífellda söfnun karmaskulda. Næstu dáleiðslutímar áttu eftir að reynast Michael Gallander þeir erfiðustu þótt hann væri nú orðinn gamal- reyndur á þessu sviði. Með þá fullvissu að vopni, sem vitneskjan um millilífin veitti honum, fór hann að kynna sér - oft mjög hikandi og aldrei viljugur til þess - tímabil stóráfalla í lífi Juliu Murchinson. Hún fæddist inn í fátæka, guðhrædda fjölskyldu í sveitahéruðum Kentucky. Hvað eftir annað valt líkami Michaels til og frá á gólfinu meðan Michael horfðist í augu við það sem hann langaði ekki til að muna. Öskrandi, grátandi og mótmælandi með röddum sem spönnuðu allt frá mjóróma rödd lítillar telpu til raddar ungrar konu, rifjaði hann upp atburði úr hinni stuttu en afgerandi tilvist Juliu... Eftir að móðir hennar deyr langtfyrir aldurfram er Julia alin upp af föður sínum sem er drykkjurútur sem lemur hana og kvelur. Hann nauðgar henni þegar hún er aðeinsfimm ára að aldri og hún hœlir allar minningar um atburðinn í hugskoti sínu - 1915 var einmitt árið, sama ár og Michael flýðifrá í upphafi meðferðarinnar. Og Julia vex upp ákaflega taugaveikluð. Engu að síður býr hún yfir miklum viljastyrk og á sér fyllilega meðvitaða ákvörðun um að koma sér í burtu frá öllum höftum og hömlum 82

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.