Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Side 86

Morgunn - 01.06.1993, Side 86
! MORGUNN I I • • • Þegar lækna á taugaveiklun sem helgast af sálrænum áföllum, er ákveðinn þáttur sem krefst þess að atburðurinn sem í hlut á sé endurtekinn með það fyrir augum að færa hann inn í meðvitund einstaklingsins. Sigmund Freud nefndi þetta „þráhyggju endurtekningarinnar” þegar hann ræddi um síendurtekninguna í lífi einstaklinga. Athuganir dr. Whittons á sjúklingum sýna aukinheldur að þetta fyrirbæri teygir sig á milli lífa, líf eftir líf. Sé atburður frá fyrri lífum færður til meðvitundar sjúklingsins getur það leitt til lausnar á sálrænum og líkamlegum vandamálum. Julia sótti í blindni eftir þessari endurtekningu í starfi sínu sem vændiskona og þegar það dugði ekki til, hlýddi 1 hún þeirri tilhneigingu sem byggð var á djúpstæðri reynslu sem bjó innst inni með henni, tilhneigingunni til að leita eftir átakameiri aðgerðum. Julia misreiknaði sig, því hún bjóst ekki við að verða myrt þegar hún endurlifði nauðgunina. I þessu lífi hefur Michael náð fram þessum minningum sem útskýra hugmyndir hans um morð á hvítklæddri konu. Það var óstjórnlega óþægilegt að vera Julia, en þegar hilla fór undir lok tímanna, fann Michael álag marga alda hverfa úr líkama sínum og hann upplifði áður óþekkta tilfinningu vellíðunar. Nú var samband hans við Sharron ekki lengur undirlagt af ótta; sektarkenndin og viðbjóð- urinn á honum sjálfum gufuðu upp og allar hálfó- meðvitaðar hugmyndir um að fyrirfara sér hurfu einnig. Hann uppgötvaði að hann gat horft í spegilinn á hverjum morgni án þess að fyllast örvæntingu og þegar hann gaf dúfunum brauð eða þurfalingum skotsilfur átti það rætur sínar jafnt í gleði sem samkennd. Vinir og ættingjar sáu breytingar í lífsviðhorfi Michaels. Hann gat losað sig við strangar skoðanir sínar á tómstundum og ánægju og það 84

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.