Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Side 93

Morgunn - 01.06.1993, Side 93
Konráð Adolphsson Til félagsmanna Á þessu ári verður Sálartrannsóknafélagið 75. ára en það var stofnað árið 1918 af þeim Einari Kvaran, sem var fyrsti forseti félagsins, og Haraldi Níelssyni prófessor. Einar var þekktur rithöfundur, frjálslyndur og hleypi- dómalaus. Haraldur var landskunnur fyrir prédikanir sínar og vann m.a. að þýðingu Gamla testamentisins úr hebresku. Félaginu var ekki spáð löngum lífdaga en í dag, 75 árum síðar, hefur félagið aldrei verið sterkara eða í örari vexti. í dag leggur Sálarrannsóknafélag íslands áherslu á að opna umræðuna um sálarrannsóknir og hagnýtt gildi þeirra í daglegu lífi - að rækta þá jákvæðu eiginleika sem blunda í hverjum einstaklingi. „Gakktu með gát í þessum hávaðasama heimi og mundu hvaða frið þú getur fundið í þögninni“, sendur einhversstaðar. Innra starf félagsins þarf að efla með opnum félags- fundum, námskeiðum og fleiri tækifærum til þjálfunar. Gera verður miklar kröfur til allra þeirra sem starfa að andlegum málum, miðla, huglækna og annarra þátt- takenda til þess að skapa traustan grunn til þess að byggja á fyrir framtíðina. Reglur hafa þegar verið mótaðar og þurfa stöðugt að vera í skoðun. Bæna- og þróunarhringir, huglækningar og þjálfun miðilsefna tekur langan tíma og kallar á aga. En einhversstaðar stendur: „Vertu samt ljúfur við sjálfan þig og vertu þess viss að sannleikurinn stendur þér opinn. Vertu því sáttur við Guð, hvar sem þú finnur hann og haltu þinni sálarró.“ Nauðsynlegt er að hver 91 L

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.