Morgunn


Morgunn - 01.06.1993, Page 97

Morgunn - 01.06.1993, Page 97
Bókagjöf í október sl. barst félaginu vegleg bókagjöf, 205 bækur og 25 blöð og tímarit um dulræn málefni. Hjónin Sigurður Þórðarson og Þóra Gísladóttir, Fossagötu 14 í Reykjavík, gáfu þessa gjöf ásamt Helgu Þórðardóttur og Guðmundi I. Þórarinssyni, Löngubrekku, Kópavogi. Gjöfin er í minningu Þórðar Jónssonar (f. 1896, d. 1986). Kona hans var Kristín Þorbergsdóttir. Þama er um að ræða margar sjaldgæfar bækur um dulræn málefni. Er gjöfin mikill hvalreki fyrir félagið og kann það gefendum bestu þakkir. Gjöf til félagsins Guðrún Guðmundsdóttir, Langholtsvegi 112 b, Reykjavík, færði félaginu borð og innrammaða mynd. Munu þetta vera elstu munir sem notaðir hafa verið við andaglas hér á landi. Gjöfin er tileinkuð minningu séra Kristins Daníelssonar sem var forseti félagsins 1938-1939 og ritstjóri Morguns 1939-1940. 95

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.