Sjómaðurinn - 01.10.1939, Page 7
SjÓMa^uhjúm.
3. tbl. Sept.—okt. 1039. 1. árg.
^eir, sem stríði vilja verjast,
verða stundum fyrst að berjast.
p*ÆSTA AF ÞEIM, sem fulltíða voru, er siðasta heimsstyrjöld geysaði, mun hafa griuiað það,
að svo skammt yrði að bíða annarrar slíkrar, eða jafnvel enn ægilegri styrjaldar. 1 þvi
sem öðru kemnr það æ berar i Ijós, hversu skammt við mennirnir sjáum og hversu lítið við
°itum um það, sem bíður vor.
Þúsundir manna, sem áður hafa átt me.ð sér friðsamleg viðskipti og eiga engar sakir hverir
á aðra, berast nú á banaspjótum. Þúsundir kvenna og barna, sem við engan eiga sökótt og þrá
það eitt, að lifa og starfa í friði við alla, eru svipt heimilum sínum og ástvinum og sum hver
emnig Ufi eða limum.
Milljónum á milljónir ofan er varið til vopnagerðar, jafnvel hinar fámennu og friðelskandi
þjóðir eru neyddar til að fylgjast með i kapphlaupinu um að búast drápsvélum. Engar fórnir eru
°f miklar, engir skattar of háir, þegar það er annars vegar. Öllu er fórnað. Dýrmætum lista-
verkum, sem aldrei er hægt að bæta aftur, skipum og mannvirkjum. Andleg verðmæti eru fót-
um troðin, líf og limir virtir að vettugi, lygi sedt í stað sannleika — hatur í stað kærleika —
áyssustingir og sprengikúlur í stað smjörs og brauðs. Og til hvers er svo leikurinn gerður? Til
þess eins að ráða. Báða hvers menn neyta, hverju rnenn trúa, hvað menn hugsa, og hvað
,r,enn starfa.
Við, sem lifum hér norður undir Norðuríshafi, eigum bágt með að skilja þessi ósköp, bágt
með að trúa því, að þetta eigi sér stað, Aldrei ætti okkur þó að vera það Ijósara en nú, hversu
hamingjusamir við erum, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og óáran, í samanburði við það vesalings
fólk, er býr í þeim löndum, sem ósköp ófriðarins dynja nú yfir. Þegar við stöndum álengdar
°<7 horfumst í augu við það, að jafnvel við, sem höfum aðeins frið í huga, verðum vegna legu
°klcar lands og viðskipta, að hætta lífi margra feðra og sona þessa lands — sjómannanna —
l,egna hildarleiksins, sem á sér stað, þá er tækifæri fyrir okkur að stíga á stokk og strengja
þess heit, að láta aldrei villimenskuna fá það vald yfir okkur, að við ekki verðum menn til að út-
kljá deilumál okkar án líkamlegs ofbeldis.
Flutningaskipin okkar hafa þegar farið fyrstu ferðirnar um ófriðarsvæðin, með báta sína
oútsvingaða“ og björgunartækin viðbúin ölln því versta. Ótrauðir hafa sjómennirnir gjört sitt til
fólkið, sem fsland byggir, geti haldið áfram að lifa því menningarlífi, sem hægt er því að-
eins að lifa, að viðskipti okkar við aðrar þjóðir stöðvist ekki.
Fiskimennirnir okkar eru nú óðum að Ijúka við hreinsun og viðgerð á skipunum — togur-
11 m og stærri linuveiðurum, og mumi þeir leggja úr höfn hver af öðrum. Veturinn er framundan,
ef að vanda lætur með sinum hæðum og lægðum, og góðu og vondu veðri á víxl, sem þeim
fylgir. En fyrir utan hættur hær, sem sjómennskustarfinu alltaf fylgir, vegna veðra, hefir nú það
b&st við, sem öllum er kunnugt, hættur af kafbátum og tundurduflum — fyrir bá, sem sækja
iil ófriðarlandanna og raunar einnig hina, sem yfir ófriðarsvæðin fara, þó til hlutlausra landa
sé ferðinni heitið.
En ekkert af þessu lætur sjómaðurinn á sig fá. Hann veit, að fiskiveiðar verður hann að
stunda. Hann veit, að sigla verður með afurðirnar til annarra landa, og sækja þangað, ef
Greinar og auglýsingar, seni birtast eiga
í blaSinu, skulu sendar til:
Sjómaðurinn, Box 285, Rvík.