Sjómaðurinn - 01.10.1939, Síða 9
SJÓMAÐURINN
3
FRÁ SÍÐASTA STRÍÐI:
Skráð eftir samtali af jóni Axel Péturssyni
p.o.tyax SlctíÍL $.ó>jtyetL Qjóxst I9Í4
- á tundukdu^ii i )Lo.hb.uksjó.
HINN 2ö. ágúsl árið 1914 eða fyrir r-úmum tutt-
ugu og fimm árum síðau, lagði vel búinn
íslenzkur togari, mannaður vöskum mönnum,
úl frá Grimsby. Það var um iiádegisleytið. Tog-
arinn var Skúli fógeti, eign Allianee, og var för-
inni lieitið heim lil íslands, að aflokinni sölu
á isfiski í Englandi.
Áhöfn skipsins var 17 manns. Skipstjóri Krist-
ján Kristjánsson, nú fornbóksali; stýrimaður
Bergur Pálsson, nú skipstjóri; bátsmaður Sæ-
mundur Bjarnason, nú á togaranum Geir; Jiáset-
ar: Pétur Maaek, nú skipstjóri á Max Pember-
ton; Bjarni Pálmason, fyrsti stýrimaður á E.s.
Ivötlu, Einar Eiríksson, kaupmaður; Bjarni
Brandsson, netagerðarmaður lijá Alliance,
Magnús Árnason (dáinn), Bjarni Einarsson
(drukknaði af Gullfossi á Steingrimsfirði). Mat-
sveinn var Sigurþór Sigurðsson (siðast á togar-
anum Þórólfi, en nú í landi). Vélstjóri Hallgrím-
ur Jónsson, nú 1. vélstjóri á Dettifoss, og 2. vél-
stjóri Einar Guðmundsson (dó úr infiúensu vet-
urinn 1918) og kyndari Einar Jóhannsson (síð-
ast 1. vélstjóri á Hannesi ráðherra). Þessir kom-
ust allir af, en þeir sem í valinn féllu, voru:
Þorvaldur Sigurðsson, Blómsturvöllum, Jón
Jónsson frá Oddgeirshæ, Jón Kristm. Jónsson,
ætlaður af Vestfjörðum, allir liásetar, og Þor-
kell Sigurðsson, kyndari, ættaður úr Grunnavík,
ísafjarðarsýslu.
Það má óel'að fullyrða, að fæsta mun hafa
grunað, að ski])ið færi nú sína siðuslu för, sér-
staklega þar sem ófriðurinn var nýbyrjaður og
því ekki liklegl, að þegar í byrjun væri búið að
leggja miklu af tundurduflum á venjulegum
siglingasvæðum. Enn þá logaði á öllum vitum
og eftirlit Englendinga með skipum aðeins að
því leyti, að ganga úr skugga um hverjir sigldu
til Englands. Þó her að geta þess, að er skipið
iél úr höl'n, hafði frétzt um tvö skip, er farizt
höfðu á tundurduflum í Norðursjún, en iivar
það var, vissu raenn ekki.
í áttina lil heimkynnanna var haldið sem leið
lá norður með landi í hezla veðri. Bar ekki á
neinu óvenjulegu — vitarnir sendu geisla sina
Skúli fógeti.
út í náttmyrkrið, lil að lýsa þeim, sem um sjó-
inn fóru, reknetaveiðiskip láu lil og frá yfir
síldarnetum sínum og engan virtist óra fyrir
þeim ófögnuði, sem marraði undir yfirhorðinu
og' varð mörgu skipinu að fjörtjóni og mörgum
vöskum sjómanninum að hana. En enginn veit
sína æfina fyr en öll er.
Um kl. 9y2 að kvöldi var komið norður und-
ir ána Tyne. Skeði þá hið hörmulega slys, er
varð góðu skipi að grandi og fjórum vöskum
drengjum að aldurtila.
Án l>ess að nokkurn varði, varð allt í einu
ógurleg sprenging frannni i skipinu. Skeði þetta
með svo fljótum hætti, eins og skotið hefði ver-
ið af byssu. Þegar sprengingin varð, var iiög-
um manna þannig háttað um horð, að sex skip-
verja voru í koju í lúkarnum, en hann er sem
kunnugt er frammi í, en hinir ýmist aftur í
káetu, eða við störf sín í brúnni, á þilfari og
vélarrúmi.
Skifti það engmn togum, að vélin var stöðv-
uð og eldum rakað undan gufukatli skipsins,
björgunarbátur settur útbyrðis, en allt skeði
þetta svo að segja á einu augabragði. Þar fatað-
ist engum og flæddi þó sjór þegar frá byrjun
eftir vélarrúmi og inn í tunnelinn að aftan. Þá
var tafarlaust gengið að því að leita þeirra, sem
i lúkarnum voru — en það var erfitt verk. Nált-
mvrkrið og ljóslevsið gjörði það í fyrsta lagi örð-
ugt og þó enn meira hitt, að lúkarinn hafði
fyllzl af sjó og ])að svo mjög, að einungis vant-
aði um 1 fá fet á að hann væri alveg fullur upp
undir þiljur. Ofan á sjónum flaut spítnabrak og