Sjómaðurinn - 01.10.1939, Page 10

Sjómaðurinn - 01.10.1939, Page 10
4 S JÓMAÐURINN ýmislegt lauslegt úr lúkarnum og innan um þetta voru svo mennirnir, meðvitundarlausir sumir og aðrir dauðir. Það var ömurleg sjón, að sjá við bjarmann af logandi blysi úr olíu- bleyttum tvisti. Lofsverð einbeittni og ró hvíldi yfir þeim, sem að þessum störfum unnu — ró og einbeittni, sem þeir einir fá skilið, er komast í bann krapp- ann og hika ekki við, er svo ber undir, að hætta lífi og limum til bjargar öðrum. Tókst þannig við illan leik að bjarga þeim mönnum, sem lif- andi voru i lúkarnum, en þeir voru aðeins tveir, þeir Bjarni Brandsson og Einar Eiríksson. Biáð- ir þessir menn lifa enn í dag. Skipið fylltist nú óðum og flaut yfir dekkið fyrir framan hálfdekkið, var óhuggulegt að sjá þetta sterka skip, hvernig það virtist hafa und- izt til stjórnborða að framan við sprenginguna, svo mikil var hún. Á skipinu var aðeins einn bátur; liann var afturá. Gekk vel að setja hann á flot, ]>ví liann var í davíðum og greitt að- gangs að honum. Þegar björguninni á mönnunum í lúkarnum var lokið, flýttu menn sér ofan í bátinn, sumir alklæddir aðrir hálfklæddir, með einhverjar spjarir, sem hendi voru næst, með sér. Búmuð- ust allir vel í hátnum, en húið um liina með- vitundarlausu menn eftir þvi sem föng voru á. Var nú hið sökkvandi skip yfirgefið í nátt- myrkrinu, en þá var það orðið mjög sigið og þess skammt að bíða, að það sykki, að þvi er séð varð, og haldið i áttina til þess næsta ljóss, er sást í fjarska. Eftir skamman róður var náð til Ijóssins og reyndist þar vera enskur reknetabátur, sem var nýhættur að draga net sin, vegna þess, að tund- urdufl hafði sprungið í netunum, án þess þó að valda tjóni á skipi eða mönnum. Þarna fengu skipbrotsmenn hinar beztu við- tökur eftir því sem efni stóðu til. Þeir sjúku og meiddu hjúkrun og nauðsynlegar aðgerðir eft- ir fönaum. Fékk annar þeirra ekki meðvitund til fulls fvrr en á spitalanum daginn eftir, og vissi þvi ekki hvað gerst hafði fvrr en þá. Reknetaháturinn hélt nú tafarlaust til lands og kom að minni Tynefljótsins í birtingu um morgunin. Kom þá á móts við hann lögreglu- bátur og tók hina meiddu menn, en þeir voru brir, því einn af þeim, sem uppi voru, hafði kastast til er sprengingin varð og hlotið meiðsl við byltuna, en hinir tveir úr lúkarnum, eins og áður er sagt. Kom sá fyrstnefndi aftur til félaga sinna um kvöldið, en hinir voru kyrrir á spítalanum. Að tilhlutun ræðismannsins í Newcastle var skipsbrotsmönnunum komið fyrir á Sjómanna- heimili í North-Shields, en fulltrúi þessa ræðis- manns, sem var Zöllner, var Árni Jónsson kendur við Múla. Á lieimili þessu dvöldu félagarnir í 12 daga og héldu að því loknu heim sem farþegar með togaranum Jóni forseta, sem þá hafði verið til viðgerðar í Tyne. Allir, sem á skipinu voru, misstu allt, sem þeir höfðu meðferðis um borð — björguðust sumir vinnuklæddir og aðrir með vinnufötin í höndunum. Því var við brugðið, hversu allir gengu rólegir að hinum ýmsu störfum, sem nauðsynleg voru ,áður en skipið var yfirgefið, að líkast var sem yfir stæði aðgerð á fiski eða önnur sjálfsögð störf, er heyrðu til daglegu lífi um borð, Þannig endaði þessi Skúli fógeti ævi sína. Hann var bygður árið 1911 i Selby, var um 300 tonn að stærð. Þarna skildu leiSir við góða sjómenn og fé- laga — leið þeirra til dauðans, eins og margra ís- lenzkra sjómanna á undan þeim, þó með nokk- uð öðrum hætti — leið okkar margra áfram tildag- legu starfanna á sjónum, við voshúð, hættur og strit, sívaxandi hættur af tundurduflum og kaf- bátum, til viðbótar þeim hættum, sem Ægir býð- ur öllum þeim, sem sjóinn sækja. Fimm þýsk vöruflutningaskip flúðu til Reykja- víkur i byrjun ófriðarins. Þrjú þeirra voru með farm, en tvö voru tóm. Tvö af skipunum lágu á Eiðvík, en hin á ytri höfninni. Fjögur af skipun- um liafa haldið af stað heimleiðis, eftir þvi sem best verður vitað, og að því er lausafregnir herma eru tvö af skipunum komin til Þýskalands, en þau voru „Hamm“ og „Lúbeck“, bæði frá Hamborgar- Ameríkulínunni; annað var fullhlaðið og hitt var með talsverðan farm. Eitt skipið, sem var með kolafarm, losaði hann á Akranesi, en síðasta skip- ið það, sem fyrst kom hingað, fór héðan aðfara- nótt 17. þ. m. Sama kvöldið og skipið fór, struku þrir menn af því. t

x

Sjómaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.