Sjómaðurinn - 01.10.1939, Síða 14
8
SJÓMAÐURINN
þorði því ekki annað en lialda heim til Hafn-
arfjarðar. Þegar þangað kom fannst planki rif-
inn að endilöngu í Róbert, frá stefni og aftur
fyrir stórvant.
Læknisskyldan bjargaði lífi mínu.
Ég varð svo hamingjusamur að missa aldrei
mann meðan ég var skipstjóri. Aðeins einu sinni
vildi tiJ slys lijá mér. Einn maður hljóp úr lið
— og að líkindum vildi mér það lii lífs. Mað-
urinn var settur í káelu, en ég stóð við stýrið
i ofviðrinu. Við og við voru liásetar mínir að
koma til mín og lnðja mig að koma og kippa i
liðinn, en ég þorði ekki að yfirgefa stýrið, eins
og á stóð. Loks taldi ég von til, að báturinn
rnyndi lialda sér, þó að ég yfirgæfi stýrið. Ég
batt því stýrið rammlega og ætlaði að lialda tiJ
káetu til liins sjúka manns, en þegar ég var
nýlagður af stað, reið yfir ægilegur brotsjór. Ég
kastaði mér undir lunninguna á kulborða og
greip þar liáðum höndurix Jialdi í það sem hendi
var næst. Sjórinn reið yfir og Jjraut allt og
Jjramlaði, reif allt af dekkinu og sleit upp jafn-
vel það, sem var Jjoltað niður rammlega, en ég
hélt takinu allur undir sjó. Þegar ólagið var
riðið hjá, var háturinn allur í sjó og við stóð-
um í hné. Hefði ég verið við stýrið, tel ég eng-
ar líkur til að ég hefði lialdist við það.
Nú er þetta allt liðið og mörgum finnst það
ótrúlegt að við skyldum komast al' úr mörgum
okkar svaðilförum í gamla daga. En menn mega
ekki gleyma því, að margir komust ekki af, og
oft var það aðeins tilviljun, liverjir héldu líf-
inu í ofviðrunum á þessum litlu fleytum. En
það þurfti krafta til, gætni, hugrekki og festu,
að geta hjargað skipi og áhöfn, þegar svona
stóð á. — Nú er alltaf logn í kringum mig —
og svona á það líkast til að vera þegar maður
er orðinn gamall og búinn að vinna sitt hlut-
verk.“
Silgt í Conwoy. Framh. af 2. siðu.
ganghraða. Raðirnar máttu ekki tvístrast, öll skip
urðu að fylgja setlum reglum nákvæmlega, og
það var mikil áhætta, ef út af var hrugðið. „Leið-
arinn“ vakti yfir þvi, að ekkert skip færðist úr
sinni röð, og var liann sífelt að gefa merki með
flöggunum. Kafhátar þorðu ekki að koma
of nálægt slíkri fylkingu og gafst þessi siglinga-
aðferð mjög vel á stríðsárunum. Herskipin fylgdu
okkur alla lcið frá Noregsströndum og að May Is-
land i Leith-firðinum. En þarna er fjörðurinn svo
þröngur, að ekki er liægt að sigla með stóran hóp
skipa í fylkingu. — Herskipin, sem þannig stjórn-
uðu „Conwoyinum“, voru af mörgum gerðum.
Þau voru venjuleg orustuskip, smálierskip, vopn-
aðir togarar o. s. frv. Herskipin voru fæst, þegar
farið var af stað, en þeim fjölgaði sifelt, þar til
komið var á áfangastaðinn.
Ekkert skipanna mátti liafa ljós. „Leiðarinn“
einn hafði eitt ljós á afturstafni, og eftir þessu
eina Ijósi urðu öll skipin að fara. Eg skal taka það
fram, að venjulegur liraði i „Conwoy“ var 8 mílur.
Éins og gefur að skilja mátti lilið út af bregða,
ef hægt álti að vera að halda skipulagi á fyllcing-
unni. Eg man eftir því, að einu sinni lentum við
í stormi að nóttu til. Undir morguninn, þegar
hirti, var kominn ruglingur á fylkinguna. Eitt skip
hafði dregist aftur úr — og til þess spurðist aldrei
meira. Þannig skilja menn að hættan var nálæg.
Kafbátarnir vissu af þessari fylkingu og þeim heíf-
ir áreiðanlega munað í hana. Ef einhver varð við-
skila við fylkinguna voru dagar hans taldir, og svo
fór um þetta eina skip. Það var líka mikil liætta á
því, að þegar búið var að sundra „Conwoyinum“
við May Island, þá myndu kafbátar læðast að sldp-
unum. Þetta kom fyrir jafnvel þarna inni á firð-
inum.
Það var auðvitað fletira gert til þess að dylja
skipin, en það sem eg liefi tekið fram að framan.
Liturinn á þeim var t. d. hafður þannig, að sem
minst bæri á þeim. „Borg“ var lil dæmis sjógrá, og
þannig voru skipin flest.
Þegar kom til Leith var ólíkt um að litast en á
friðartímum. Enginn mátti fara í land úr skipinu,
nema skipstjórinn einu sinni á dag og þá mátti
hann að eins fara í land í 3 tíma. Við uppskipun-
arvinnu var fátt karla, einn við lúgu og einn við
spil í besla falli, annars vann kvenfólk, klætt í
buxur, að uppskipuninni. Við sáum svo að segja
aldrei unga karlmönn.
1 Leith tókum við kol i lestina, ýmsar matvör-
ur og vörur til fiskveiðanna, en alt var þetta auð-
vitað af skornum skamti, og þegar við vorum bún-
ir að lesta fórum við út að Metel Road, og þar
söfnuðust skipin aftur saman í „Conwoy“. Þarna
urðum við einnig að bíða í upp undir viku, áður en
lagt var af stað. En síðan gekk ferðin með líkum
hætli og ferðin til Englands. Við Holmengraa í
Noregi sundraðist svo „Conwoyinn“ og skipin
héldu lil sinna áfangastaða. Við sigldum áfram
norður eftir með lóðsum innan skerja og svo út
yfir hafið, heim til okkar afskekta lands.“