Sjómaðurinn - 01.10.1939, Page 32

Sjómaðurinn - 01.10.1939, Page 32
26 S JÓMAÐURINN E§JA, iiyjii strandferðaskipið. Nýja Esja. ri INN AF GLEÐILEGRI VIÐBURÐUM þessa síðustu og verstu daga var það, þegar liið nýja strandferðaskip „Esja“ kom hingað til Reykjavíkur. Henni var líka fagnað vel af bæj- arbúum og voru sjómennirnir fjölmennir i þeim hóp. Skipið er fagurt á að lita og vafalaust gotl í sjó að leggja. Við fljótlega athugun á skipinu kem- ur í Ijós, eins og raunar var áður vitað, að það er allmiklum erfiðle’ikum bundið að sameina það tvent i einu skipi, að það sé hentugt til strandsigl- inga og ennfremur farþegaflutninga milli landa. virðist sem of mikil áherslá hafi verið á það lögð, að skipið rúmaði marga farþega í millilandasigl- ingum. íbúðir skipverja eru viða góðar, en þó skortir þar nokkuð á. Til dæmis hefði mátt til þess ætlast, að í nýju skipi væri matstofa fyrir matsveina og þjónalið, en svo er ekki. Þá virðist það óheppilegt og næsta óskiljanlegt, að matsvein- unum skuli ætlaður svefnstaður fram á og það í litlu herbergi með öðrum. Yf- irleitt má segja, að matsveina- og þjónaliðið hafi verið sett hjá við smiði skipsins, og er það þeim mun furðulegra, þeg- ar þess er gætt, að því e'r ætl- að að matbúa fyrir alt að 200 manns — og þjóna sama mannfjölda. En úr þessu má auðveldlega hæta, og ]>að þarf að gera það með þvi að taka eitthvað af þeim herbergjum, sem ætluð eru farþe’gum, lianda þjónustufólkinu. — Þá virðist alveg hafa gleymst stað- ur fyrir yfirhafnir og oliuföt hásetanna, þvi að ekkert vit er • þvi, að ætla þeim að geyma slikt i svefnklefum sínum. En úr þessu er Iíka auðvelt að hæta, þegar búið er að flytja matsveininn úr her- hergi þvi, sem honum er nú ætl- að, fram á. Maður rekur strax aug- un í það við skoðun skipsins, að einungis ein losunarbóma er aftur á. Er það tvimælalaust mikill galli, þegar fermt er og affermt, sér- staklega þegar vont er í sjóinn — en þetta er erfiðara að lagfæra úr því sem komið er. En þó að hér hafi verið fundið að ýmsu, þá er margt gott að segja um skipið. Má þar nefna, sem algera nýjung á íslenskum siglingaskipum, að stýrt er inni í stýrishúsi og er í þessu um mikla framför að ræða. Bátadavíðar eru af nýjustu gerð og fullkomnari en gerist. Yélarúm er sérstaldega rúmgott svo að annað eins hefir ekki sést hér. Ýmiskonar útbúnaður er á skipinu, sem of langt yrði upp að telja, og sem aðeins þekkist á þessu eina skipi hér. 1 skipinu er sérstök skrifstofa ætluð stýrimönnum fyrir afgreiðslu viðvikjandi farmi og farþegum. Það má lika lelja mikla framför frá því sem nú er. Stærð skipsins er sem hér segir: Brutto reg. tn....................... ca. 1345 Deadw. tn.............................. — 550 Mesta lengd ........................... — 229'6" Lengd í sjólínu .................... — 210^ 6" Mesta breidd .......................... — 35' 6" Dýpt að aðalþilfari ................ — 20' 6"

x

Sjómaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.