Sjómaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 7

Sjómaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 7
SjámjcubivdjMt 4. £/)/. Sepí.—nóv. Í9kl. 3. árg. • Greinar og auglýsingar, sem birtast eiga í blaðinu, skulu sendar til: Sjómaðurinn, Box 285, Rvík. Yfir álfur og lönd tengir bróðernið bönd. Þessar hendingar úr kuæði Einars Benediktssonar hljóma einkennilega á þessum tímum. Fyrirheit þeirra hugsjóna, sem liggja að baki þeirra virðast svo óra fjarri nú, þegar eldur styrj- aldar geysar um löndin og vígvélar tseta sundur akra, heimili og skip. En samt sem áður: Vonir mannanna stefna fram á veg, til bræðralags, samhjálpar og sam- starfs allra þjóða, allra manna, hvaða land, sem þeir byggja, hvaða tungu, sem þeir tala, og hvernig sem hörundslitur jieirra er. Þessi ægilegi hildarleikur er ekki minnst háður á heimshöfunum. Sjómejinirnir, sem halda uppi siglingum milli landanna, eru í fremstu viglínu. Um það höfum við íslendingar fengið áiþreif- anlegar sannanir. Vogrekið við vestur- og austurstrandir landsins lýsa því, oý skipreika menii- irnir, sem lcoma hingað tugum saman, ern áþreifanlegt dæmi um það. Hér við tsland er einna harðast barizt, gnýinn af þeirri orrustu heyrum við svo að segja daglega. Hingað koma hundruð sjómanna af mörgum þjóðum, menn, sem eiga, eins og við, heimili og ástvini, sem þeir elska og þrá. Þessir menn koma hingað iil framandi lands utan úr hildarleik styrjaldarinnar, og þeir finna hér enga hlýju, aðeins ókunn andlit, og ókunn viðhorf. Starf meðal sjómanna er mikð um öll lönd og ekkert er eins lcært sjómönnum og vottur um hlýju og vináttu. Nú höfum við Islendingar tækifæri til að sýna þessum framandi mönnum að við munum eftir þeim. Jólin færast nær, hátíðin, sem allir þrá, sem tengir alla kristna menn saman bræðraböndum; hátíðin, sem gefur meira en allt annað, fyrirheit um frið og bróðerni. Islenzkir sjómenn, sem verið hafa í erlendum höfnum um jólin, þekkja það, hve jóla- pakkinn hefur glatt hjartað og vakið að nýju tilfinningarnar, sem heitastar voru á barnsaldrin- lun. Nú eigum við að hefja söfnun mörg hundruð jólapakka handa hinum erlendn sjómönnum. Konurnar eiga að búa þá út, hver eftir sinni getu og sme.kk, og mennirnir eiga að hjálpa þeim til Með slílcu verki er gott unnið —- og engan mun iðra þess. Við förum í því ekki í neitt mann- greinarálit, en sýnum aðeins með því samhyggð okkar og bræðraþel. Við erum ekki með því að styðja neinn ófriðaraðila, eða talca neina afstöðn í styrjöldinni, heldur aðeins að greiða slculd vegna oklcar eigin sjómanna og sýna vináttu okkar mönnum, sem leita kunna hingað á hátíð friðarins utan úr fárviðrum styrjaldarinnar á hafinu. Sjómannasamtökunum ber að leita samstarfs við önnur samtök í þessu efni — og veita forystu slíkri starfsemi.

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.