Sjómaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 26

Sjómaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 26
20 S JÓMAÐURINN farinu með ljóskeri, er hafði staðið iijá honum, ijóslaust. „Hafið þér ekki orðið varir við þessi bölvuð skriðdýr, sendiboða hins neðsta?“ Hann slökkti á ljóskerinu og gekk nokkrum sinnum fram og aft- ur. Eg slóð grafkyr, þögull og steinhissa. Hvaða skip var þetta eiginlega, sem eg hafði lenl á? Voru allir um horð brjálaðir, eða liafði eg sjálfur misst vitið? „Viljið þér whiskysopa?“ spurði hann. „Það hjálpar manni til þess að tapa ekki vitinu á þessu fordæmda skipi.“ Eg ætlaði einmitt að fara að svara að eg drykki ekki whisky, en þá kvað við angistaróp niðri á þil- farinu. Við störðum báðir niður fyrir okkur og sá- um óljóst, hvar lítill Kínverji kom á harðahlaup- um eftir þilfarinu. Hann öskraði, eins og liann liefði m.isst vitið, og harði frá sér til beggja handa. Skyndlega hljóp hann út að borðstokknum og kastaði sér í hafið. Við heyrðum skvampið, þegar liann féll í sjóinn. Og svo varð steinhljótt. Eg liorfði spyrjandi á skipstjórann, en liann ypti þögull öxlum. „Þarna fór sá fyrsti,“ sagði hann. „Nú verður veizla hjá hákörlunum. Ifafið þér ekki tekið eftir því, að við höfum alltaf hákarla í kjöl- farinu? Jú, þau vita það, greyin, að þau fá innan skamms nógan mat héðan.“ „Hvað er það eiginlega, sem er að gerast hér á skipinu?“ spurði eg mjög ákveðinn. „Hvers vegna vill enginn sigla með skipinu? Eru hér draugar, eða hvað er að?“ „Sögðuð þér draugar?“ Hann saup gúlsopa úr whiskyflöskunni. „Nei, herra Holm. Hér er djöf- ullinn að verki. Það var hann, sem tældi Kínverj- ann út fyrir borðstokkinn. Eg hef sagt yður að sá illi eini er herra á þessu skipi, en ekki eg. Litið vel í kring um yður, þegar ])ér farð i „koju“ og rann- sakið klefann vel áður en þér leggið yður. Hafið þér nokkra skammbyssu?“ Meira gat eg ekki fengið út úr honum. Hann var án efa geðveikur og af því að eg kunni illa við fé- lagsskap hans, fór eg undir þiljur og ætlaði enn að gera tilraun til að sofna. Þegar eg var kominn i klefann, fannst mér hann alls ekki neitt grunsam- legur eða hættulegur. Eg fór upp í og sofnaði von bráðar. En það voru ekki liðnar meira en 15 mín- útur, þegar eg vaknaði skyndilega við það, að eitl- hvað kom við annan fót minn. Eg glaðvaknaði og fann að eitthvað kalt rann yfir fótinn. Eg vissi strax hvað það var. Það var slanga, en hverskonar slanga það var, gat eg ekki gerl mér grein fyrir. Nú þóttisl eg skilja hvað það væri, sem skipstjór- inn ætti við með þvaðri sínu um djöfulinn sjálfan. Þarna var hann vilanlega kominn. Eg lá alveg' grafkyr, en með augun opin, og alll í einu risu hárin á höfði mér. Á gólfinu, í miðjum ljóshletli ♦unglskinsins, sem kom inn um gluggann, sá eg 5 eða 6 stórar slöngur, eiturslöngur. Það var því lika eiturslanga, sem lá á fætinum á mér. Mér fannst eins og blóðið frysi í æðum mér, og í nokkrar minútur lá eg hreyfingarlaus. Eg safn- aði hugrekki og kröftum til að komast burtu, og skyndilega næstum flaug eg upp úr rúminu og út um dyrnar. Eg vissi að nú lagði eg allt í veð, en mér tókst heljarstökkið og komst út á þilfarið, án þess að eiturslöngurnar hefðu fengið tækifæri til að höggva mig með hinum eitruðu tönnum sín- um. Það var nístandi kalt úti, en eg flýtti mér í næturserknum einsömlum upp á brú lil skipstjór- ans. Ilann stóð þar enn. „Þarna komið þér aftur, herra Hohn,“ sagði hann, „gelið þér ekki sofið?“ „Hvað á þetta eiginlega að þýða?“ sagði cg titr■ andi röddu og nötraði af reiði. „Klefinn minn er fullur af eiturslöngum.“ Hann lýsti með ljóskerinu allt i kringum sig á brúnni og sagði: „Svo að yður tókst að sleppa lifandi!“ Það var undrun í röddinni. „Nú heimta eg skýr svör. Er það ætlun yðar, að myrða mig?“ „Eg hef sagt yður, að fordæming fvlgir þessu skipi, og eg gel ekki ráðið við það. Eg þori aldrei að leggja mig til svefns á næturna, og á daginn drekk eg mig fullan. Á eg að segja yður þessa hræðilegu sögu? .... Það er tæpl ár síðan það varð. Eg hafði ágæta skipshöfn. Eg var í Tunis. Um kvöldið kom eg inn til bæjarins. Eg drakk mig fullan og eg náði i unga Hindúakonu. Hún hafði stór augu; þau voru svört og seiðandi, eins og nóttin. Eg hafði hana með mér um borð. Mað- urinn hennar, ungur Arabi, kom rétt á eftir og ætlaði að sækja hana. Eg var, eins og eg sagði yður, fullur, og við lentum i slagsmálum. Eg grcip í stól, sveiflaði honum og ætlaði að slá Arabann ó- vígan, en hitti hann ekki. En í stað þess hitti eg konuna hans, svo að hún hneig dauð á gólfið. Pilt- inum komum við i land, en líki konunnar hentum við fyrir horð. Undir morgun sáum. við ArahapiH- inn á hafnarbakkanum. Hann gekk þar frarn og aftur og hafði vakandi auga á skipinu. Þetta end- urtók sig í marga daga og alllaf hélt hann vörð. Síðasta daginn, þegar við vorum að lesla, tókst honum að sniygla dálitilli ösku um borð. Við urð-

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.