Sjómaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 19

Sjómaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 19
SJÓMAÐURINN 13 King varaflotaforingi á skipinu Naida fór þegar á staðinn með deild beitiskipa og tundurspilla. Við fyrstu sjón virtist þetta munu verða auðveldur biti, því að aðems einn ítalskur tundurspillir var i fylgd með skipalestinni. En nú var bábjartur dagur, og — skyndilega heyrðist geysilegur flug- véladynur og bimininn varð nær svartur al' flug- vélum. Þær gerðu ógurlegar árásir á brezku her- skipin og á Naiad eitt var varpað um 190 sprengj- um, en það var eins og þær ættu ekki að bitta það, og Naiad slapp með minnihátlar skemmdir. Þótti það ganga kraftaverki næst. öðru sinni mistókst hin þýzka innrás af sjó. Skipaflotanum var dreift og fjölda skipa sökkt. En það varð ekki gert án fórna, þýzku steypiflug- vélarnar sáu um það. Um kl. 2 varð tndurspillir- inn Greyhound fyrir sprengju og sökk. Hann bafði allan daginn siglt fram og aftur um orustusvæðið og sökkt földamörgum flutningaskipum. Tund- urspillarnir Kandahar og Kingston koinu þegar að til að bjarga félögum sinum og sama gerðu beiti- skipin Fiji og Glouchester. Þýzku flugvélarnar notuðu sér þetta óspart og gerðu gífurlegar árásir á skipin, meðan þau voru við björgunina. Hver bylgjan kom á eftir annari og steypiflugvélarnar renndu sér yfir beitiskipin og tundurspillana, sem voru að bjarga drukknandi sjómönnum úr haf- inu. í fyrstu virtust flugvélarnar einbeita sér gegn Glouchester og árangurinn sást bnált. Þegar degi tók að halla kom þung sprengja á mitt skipið og það sökk en skytturnar héldu áfram að skjóta þar til sjórinn flæddi yfir þær og allir sjómennirnir stóðu á sínum stað fram á siðustu stund. Eftir að Glouchester var sokkið, þyngdust árás- irnar á Fiji um allan Iielming og þannig fór, að því var líka sökkt. En sprengjuflugvélarnar voru ekki algerlega einráðar í loftinu. Ógurleg skothríð var slöðugt frá brezku skipunum og fjölda margar flugvélar hröpuðu niður í sjóinn á eftir brezku sjómönnun- um. Þegar sumar flugvélaeildirnar komu í annað sinn yfir skipin, mátti sjá, að helming flugvélanna vantaði. Seinna um kvöldið i ljósaskiptunum lókst tund- urspillunum Kandahar og Kingston að bjarga miklum hluta áhafnarinnar af Fiji. Enn hefir lítið ft'étzt um áhöfnina af Glouchester, en lalið er, að Iiún bafi sennilega bjargazt til evjarinnar Anti- kiterra,. — Þannig endaði önnur tilraun Þjóð- verja til innrásar á Krít af sjó. í dögun gerðu Þjóðverar þriðju og síðustu tilraun sína. Yfirforingi Breta taldi möguleika á því, að einstaka bátur eð þýzkum hermönnum kynni að bafa tekizt að komast undan og mundu þeir lík- lega reyna að komast á land í dögun. Fimmta tund- urspilladeildin fékk það hlutverk að hindra þetta og fór deildin þegar á vettvang, undir stjórn Lord Louis Mountbatten á Iíelly. Þessi deild hafði áður verið á þessum slóðum og haldið upp skothríð á herstöðvar Þjóðverja á Krít. Það kom í ljós, að aðeins tvö þýzk skip höfðu sloppið daginn áður og reyndu nú að lenda á Ivrit, en þeim var báðum sökkt. Það fyrra var fullt af þýzkum hermönnum, en það seinna var fullhlaðið af skotfærum. Fallbyssukúlur frá Kelly og Kash- mir kveiktu brátt i þeim og hver sprengingin af annari varð í þeim. Allt þetta varð skammt undan ströndum Krítar og þýzka liðið, sem komizt hafði þangað flugleiðis, horfði þarna á margþráðan liðsstyrk sökkva nið- ur á bafsbotn. Mun þeim liafa fundizt það sárt, i það minnsta kölluðu þeir fljótlega á sprengjuflug- vélar sínar. Fyrstu flugvélarnar, sem komu um kl. 5.30 uni, morguninn, voru háloftsflugvélar. Hundruðum sprengja var varpað, en tundurspillunum tókst að komast undan. Kl. 8 kom fyrsta bylgjan af steypi- flugvélum, siðan önnur og loks þriðja. Þá lenti þung sprengja á tundurspillinum Kashmir, braut hann i tvennt og var bann sokkinn eftir örfáar mínútur. Nokkru síðar kom 500 kg. sprengja á Kelly, sem sigldi þá með 30 hnúta hraða. Ógurleg sprenging varð í skipinu, en Junkersflugvélin steyptist niður i sjóinn. Nokkrum augnablikum síðar var önnur bylgjan á leiðinni vfir skipið. Lord Louis gaf ]>egar út skipun til manna sinna: „Hvað sem fyrir kemur, haldið áfram að skjóta!“ Þótt skipið væri sökkvandi, fór ekki einn einasti maður af sínum stað og logarnir og kúlnahríðin stóðu fram úr byssunum. Um 15 sekúndum siðar steypt- ist Kelly fram vfir sig og skrúfurnar bar við him- in, þar sem þær gengu enn eins og ekkert hefði í slcorizt. Skytturnar bókstaflega sópuðust frá byssunum. Drengur nokkur, 17 ára, var enn að hlaða byssu sina, þótt skipið væri sökkvandi, er flóðbylgjan sópaði honum burt. Neðan þilja var bver einasti Frh. á bls. 15.

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.