Sjómaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 14
8
SJÓMAÐURINN
bæ og Einars í Hákoti, er allir voru þjóðkunnir
sægarpar hér syðra, og þau hjónin Einar og Anna,
ein meðal hinna beztu lijóna og merkuslu liér á
nesinu. En enginn okkar var þó ráðinn lil neins
sona þeirra, heldur til liins ágæta manns og mikla
sjósóknara, Bjarna Iíolbeinssonar, lengdaföður
Þorsteins Jónssonar járnsmiðs.
Yar nú enn sama norðanrokið, og fór ég, ásamt
öðrum félögum mínum „inn i bæ“ upp úr bádegi:
þeir, að fást við einhverjar útréttingar, en ég eng-
ar, og stóð ég því það sem eflir var dagsins eða
fram undir kvöldið, niðri í Brygggjuliúsi; þar var
að vísu skjól nokkurt, en kalt var mér. Þótt ég
eigi þekkti neinn þeirra mörgu manna, er þarna
komu um daginn, varð mér stöðult þar við það, að
hlýða á tal þeirra; spurði ég þá margs og þ. á. m.
um nöfn þeirra, en síðar um vorið varð ég þess
áskynja, að margir þeirra hefðu fallið í valinn og
dáið um vorið úr mislingum, er þá geisuðu svo
mjög. Minntist ég margra þeirra, frá því þeir voru
þarna með mér sunnudag þennan og töluðu blý-
lega lil mín, spurðu mig margs að austan og sögðu
mér enn meira liéðan að sunnan, m. a. um það,
hvers ég mætli vænta, ef ég lireppti illt veður í
beitufjörum, o. s. frv. Sögðu þeir, að ég skyldi þó
engu kvíða, heldur reyna að duga sem bezt ég
gæti. Hrósuðu þeir mjög lieimilinu í Bollagörðum
og þá eigi síður formanninum og sögðu mig hepp-
inn, svo ungur, sem ég væri, að komast til þeirra.
AIll þetta varð mér hinn mesti liugarléttir, og
liefi ég séð það ofl og reynt síðan, hversu mikils-
verl það er fyrir unglinga, að lieyj'a hughreystandi
orð og livalningar eldri og reyndari manna, þótt
ókunnir séu.
Meðal þeirra er stóðu þarna í Bryggjuhúsinu
þennan dag, voru það einkum tveir menn, er mér
var starsýnt á og enn meiri forvitni á að lilusta
en flesta aðra. Var annar þeirra ungur maður,
fríður sýnum og tígulegur, er lengi dagsins talaði
við sér eldri mann, öldurmannlegan og, að því er
mér virtist, margreyndan sjógarp. Ungi maðurinn
var Ólafur Stephensen úr Viðey, síðar prestur, og
lagði hann mjög rikt að hinum eldri, en ])að var
Edilon Grímsson, með að flytja sig út í Viðey.
Samlal þeirra um þelta var að vísu vinsamlegt og
með friði, en eigi minnist ég að bafa he^rl jafn á-
kveðin áfrýjunarorð og hvatningar, en binn ungi
maður hafði um þetla; enduðu þau svo með þess-
um orðum gamla mannsins: „Þú ert ungur ofur-
Iiugi, vinur minn, en ég er aldraður og ælli því að
bafa vit fyrir þér. Þú færð mig því eigi lil þess að
leggja út i ófæran sjó og drepa okkur báða!“ —
Mánudaginn 15. maí var komið lognleiði inn í
Hvalfjörð og var nú róið þangað inneftir — en
sú vegalengd! — og leilað við Eyrina; þar var að
visu reilingur nokkur og þó eigi nægur, og bugs-
aði formaður okkar því til að bíða þar næstu fjöru.
Lágum við því þar á Eyrinni næstu nótt og höfð-
uin eigi annað en vot seglin sem yfir- og undir-
sængur; með morgninum var komið frost og
l'rusu seglin; lítið var um svefn og svo var okkur
kalt, að við skulfum eins og hríslur í vindi. For-
manninum leizl ekki að bíða þar fjörunnar, því
nú var tekið að hvessa mjög af landsuðri og svip-
ir miklir að verða tíðir mjög ofan frá Esjunni
og af Reynivallahálsi. Segl voru þvi sett upp og
siglt inn í Hvannnsvík. Þegar þangað kom, lágu
þar mörg skip; öll bæjarbús voru full af fólki og
enginn kofi til að fara inn i, nema stórt fjár-
bús úli á túninu, en þar voru um 20 manns fyrir.
Fjárhús þetta rann út í bleytu og for, en þakið
béklc saman á nokkrum fúnum og gömlum torfu-
sneplum. Þótt eigi væri þetta vistlegt gistibús og
litlu betra þar að vera en úti, í allri stórviðrisrign-
ingunni, varð þó eigi annað flúið og þar látið fyrir
berast um nóttina. Húsið rúmaði eigi fleiri menn
en okkur sjö og þá 23 er þar voru fyrir. Yztir og
úti við dyrnar voru tveir aldraðir menn, er ég
þelckti, sem gamla báseta Bárðar í Útgörðum;
bétu þeir Bjarni og Þorvarður, og kom þeim nú
eigi sem bezt saman um legurúmið, enda var það
eigi gott. Allir þeir, er þarna voru um nóttina, þ.
e. a. s. meðan þeir höfðust þar við, vegna leka,
bleytu og foræðis, voru í skinnklæðum sínum;
engan lieitan valnsdropa var þar að fá, því þótt
fólkið í Hvammi og Hvammsvik gerði allt sem í
þess valdi stóð, til að hjálpa þessum mikla sæg
manna og hygla honum, komst það ekki yfir það,
og varð því hver að hjálpa sér sem bezl hann gat
sjálfur. Svefnró var þar vilanlega engin, enda
hjálpuðu þeir Bjarni og Þorvarður lítl upp á þæi'
sakir; þeir voru ávalll að rífast sín á milli og við
])á, sem fótumtróðu þá þarna yzt við dyrnar.
Næsta dag var svo mikla skel að finna norðan-
vert í Hvammsvik, að við hlóðum skipið svo ört,
að eigi þurfti alla fjöruna til þess, og var nú lagt
suður á leið, samskipa Þórði Þórðarsyni frá llliði
á Álflanesi, er var á nýju skipi og stóru, en það
fórst 7. janúar árið eftir (1883) með öllu, er á þvi
var. Þórður fór þó eigi að þessu sinni lengra en '
varið af Esjunni, einbversstaðar nálægt Hjarðar-
nesi, en við lentum syðst við Kjalarnes, og lögð-