Sjómaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 16

Sjómaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 16
10 SJÓMAÐURINN LDornsem „fímóurmaður“ og sögurnar, sem /lann sagðí okkur. TTANN HÉT HANS TOMSEN. Hann var í meðallagi að stærð, nokkuð feitur og þung- lyndissvipur var yfir feitu andlitinu. Iiann sagðist hafa verið til sjós frá því að hann var smádreng- ur og 26 sinnum hafði hann farið i leiðangur til íshafsins, 5—6 niánuði i hvert skipti. Fyrsta sinni, sem hann var húrdrengur, hafði hann verið með liinum alkunna skipstjóra Svend Foyn á „Morgninum“. Sex sinnum liafði liann farið fyrir I<a[) Horn og þrisvar sinnum liafði hann tekið þátt i leiðangrum til Suðurpólsins. Hann var ágætur timburmaður og útlærður snikkari. Hann bjó til listavel gerð smáskip innaní flöskum. Hvernig hann fór að því, veit ég ekki, en ég held að aukin strkostlega og eru þar góð skilyrði til upp- og út-sldpunar. Þessi liöfn er í tiltölulega góðu sambandi við Voigu, hina miklu samgönguæð Rússlands, um Dvina og skurðakerfi allmikið. Mcsta þýðingu, í þessu tiiliti, liafði þó það, er hinn svokallaði Stalin-skurður var fullgerður. Með honum iiefir tekizt að koma Austursjónum og hvítahafinu i samgöngukerfið. Leiðin liggur um Neva, gegnum Ladogavatnið, SvirfIjótið, Onega- vatnið og Stalin-skurðinn, sem er 221 km. á lengd og minni hans er við Soroka við Hvítahaf. Stalin-skurðurinn var gerður á þremur árum og unnu við liann hundruð þúsunda af pólitiskum föngum. Þctla er ótrúlega stuttur tími, þegar lek- ið er tillit til hinna geysimiklu erfiðleika, sem urðu á vegi verkfræðinganna og verkamannanna. Á honum eru 19 flóðgáttir og stærð þeirra er sögð vera: lengd 115 metrar, breidd 15 metrar og dýpt 8 metrar. Það er sagt, að alll að 3 þúsund tonna skip geti farið frá Norður-íshafinu til Austursjáv- ar, að minnsta kosti geta stærstu rússnesku tund- urspillarnir farið þessa leið og auðvitað líka öll minni skip, þar á meðal kafbátar. Rússar unnu kappsamlega að þessum málum fyrir stríð. Það var vitanlega þjóðhagslegt fyrir- tæki, en að sjáifsögðu munu þeir hafa haft í liuga komandi ófrið, og um leið undirbúið sig undir hann. hann liafi fvrst húið þau til, stungið þeim svo inn í flöskurnar og togað svo í Ijandspotla, svo að möstur og reiði urðu eins og á að vera. — Ilann bjó til hina fágætustu skeiðarhnífa úr hvalslönnum og hamraði sjálfl járnið. Hann var líka dágóður úrsmiður. Að minnsta kosti gat hann gerl svo vel við úrin, að þó að þau væru hætt að ganga, fóru þau strax af stað aftur, cr hann hafði makað þau i olium og blásið i þau eftir vissum reglum. En einu sinni þegar hann ællaði að gera við mitt úr, sagði Iiann að fjöður- in væri alveg horfin. Úrsmiðir segja nú svo oft að fjaðrirnar séu slitnar, en að fjöðurin væri alveg burtu, kom mér nokkuð á óvart. Nú, en það er varla hægt að ætlast til þess, að hvalaskytta, sem er því vönust að fást við sjávardýr, sem eru allt að 100 feta löng, hafi fullan skilning á meðferð úra. Hann var líka fyrirtaks hvalaskytta. Enginn var eins hárviss í því að skjóta skutlinum á hinu rétta augnabliki og hann. Ef það kom fyrir að liann missti marks, þá var það alls ekki hans sök, heldur hvalsins sök. Engin stóð honum heldur á sporði í ])ví að skjóta á rostunga. Vitanlega var hann bezta selskytta, sem hafði fæðst i Noregi og 160 birni hafði hann lagl að velli. Hann var ó- venjulega fífldjarfur. Það var varla liægt að hugsa sér að hann hefði ekki ráð þegar alla aðra þraul ráð. Ég liefi oft og mörgum sinnum séð hann falla i vakir, en allt af kom hann upp á réttum stað og allt af tóksl honum að sveiflja sér upp á skörina eins og fínasti leikfimismaður. Maður gal haldið að hann hefði ekki gert annað allt líf sitt en að æfa sig í þvi að sveifla sér upp úr vökum. Á leiðangrum til Norðurpólsins, því að vitan- lega liafði Tomsen einnig oft tekið þátl í leiðangr- um þangað, vakti hann yfir vísindamönnum, eins og bezti faðir yfir börnum sínum. Og ef það kom fyrir, að einhver vísindamannana hvarf niður i jökulsprungu, þá getið þér hengt yður upp á það, að timburmaðurinn okkar hafði ekki verið með í þvi ferðalagi. Hefði hann tekið þátt í hinni sorg- legu rannsóknarför Andrés hefði allt farið öðru vísi en raunin varð, því að Tomsen hefði áreiðan- lega fundið liina réttu leið og hinir hefðu fljótt fundið að það var hann, sem mest var mark á tak-

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.