Sjómaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 42

Sjómaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 42
36 SJÓMAÐURINN Kristján sál. var fæddur 3. janúar 1902. Snemma hneygðist hugur Kristjáns að sjónum. Hann lauk stýrimannaprófi vorið 1923. Var ráð- inn stýrimaður hjá Eimskipafélagi Islands 1927. Varð 1. stýrimaður á Heklu 1934 og var í þeirri stöðu til dauðadags. Kristján giftist árið 1933, eftirlifandi konu sinni, Magneu Kristjánsdóttur. Var hjónaband þeirra eins og bezt verður á kos- ið, enda liöfðu {)au bæði alla þá kosti til að bera, sem þarf til að uppbyggja ákjósanlega sam- búð. Ég ætla ekki hér, að fara að telja upp allt það góða og göfuga, sem ég og aðrir samtíðarmenn Kristáns urðum aðnjótandi af hans liendi, en saml vil ég geta þess hér al’ minni eigin reynslu, að Kristján sál. var einn af viðfeldnustu og trygg- lyndustu mönnum sein ég liefi fyrirfundið. Hvaða verk sem hann álti að leysa af hendi varð að ger- ast eins samvizkusamlega og fljótt og bezt var hægt. Að liggja á liði sínu, Iivort það var við- víkjandi skyldustörfum hans eða að hjálpa ein- hverjum sem hjálar hans þurftu við, var aldrei vel séð hjá honum. Sama var hvernig á stóð þegar maður hitti Kristján sál. Hann var alltaf jafn- glaður, hvað svo sem á gekk; hann álli alltaf til hlýlegt orð og hýrt bros fyrir hvern og einn, hros eða orð sem voru tekin úr hinum ríka brunni þeirra einkenna sem mest móluðu framkomu hans og sem allir urðu snortnir af, sem eitthvað kynntust honum. Ég liefi hitt marga kunningja okkar heggja síðan þessi hörmulegi atburður vildi til; einkenni- lega lík orð komu fyrst fram á varir allra þess- ara manna, bæði hér í Reykjavík og eins úti á landi: „Svona fór þá vinur okkar Kristján Bjarna- son“. Meira gátu þeir ekki sagl, þögnin sagði mest. Kristján sál. valdi sér það hlutverk að verða sjómaður og hann gekk ekki af hólminum þótt hætlurnar ykjust, en svo kom stundin og hann féll við að gera skyldustörf sín, en skyldi eftir þær minningar, sem aldrei deyja, þvi orðstýr deyr aldrei þeim er góðan getur. Jæja, vinur, — þú ert nú horfinn og ekki auðn- aðist okkur það, að sigla aftur saman á sama skipi, eins og við höfðum svo oft lalað um, en það er trú mín, að við eigum eftir að fá að sigla saman á því skipi og á þeim sjó, sem villimennska og skammsýni mannanna fá ekki grandað. Með hinnstu kveðju - þinn vinur, Kr. A. OÍNAN BORЧ OG UTAI¥ Eimskipafélagið kaupir skip. Eimskipafélag Islands hefir nýlega keypt eim- skipið „Eddu“, sem áður var eign Eimskipafé- lagsins „ísafold“. Hefir afhending skipsins þegar farið fram. Skipstjóri á hinu nýkeypta skipi er Ásgeir Jónasson, stýrimaður Haraldur Ólafsson og annar stýrimaður Eyjólfur Þorvaldsson. „Edda“ er eitt af stærslu og bezlu skipum ís- lenzka kaupskipaflotans og milcill fengur fyrir Eimskipafélagið að fá hana. Allir munu þó vera sammála um að æskilegra hefði verið, að hér hefði verið um viðbót við islenzka skipaflotann að ræða, heldur en aðeins eigendaskipti. — Sjó- maðurinn samgleðst þó Eimskipafélaginu og einn- ig þeim sjómönnum, sem hlolið hafa forfrömun í tilefni af þessum kaupum. Það er einnig ósk vor, að sjómönnum, sem starfað hafa á „Eddu“, og stóðu með félaginu á erfiðleikatímum þess og hjálpuðu lil að fleyla því yfir lil betri tíma, tak- ist, eins og þeim áður tókst, að fá golt skip til að starfa með, sjálfum þeim og þjóðinni til gagns. Skipinu hefir verið valið nafnið „Fjallfoss“. Starfsbreylingar meðal stýrimanna. Sigmundur Sigmundsson stýrimaður hefir nú lekið við skipstjórn á E.s. Selfossi, en við starfi hans, sem fyrsti stýrimaður á Dettifossi liefir tekið Bjarni Jónsson, áður á Gullfossi. Stöðu j)riðja stýrimanns á DelLifossi hefir hlotið Ólaf- ur Tómasson (höfundur greinarinnar, sem hefst á þriðju síðu í þessu blaði). Jón Sigurðsson verð- ur fyrsti stýrimaður á Brúarfossi. Annar stýri- maður þar er Kristján Aðalsteinsson og þriðji Sigurður Jóhannssön. Á Selfossi er fyrsti stýri- maður Slefán Dagfinnsson og annar stýrimaður Sigurður Jónsson. Aðrar breytingar hafa enn ekki átt sér slað, en vafalaust verða frekari breytingar áður en langt um líður.

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.