Sjómaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 17

Sjómaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 17
S JÓMAÐURINN 11 andi. Því að það gat eiginlega engin verið án stuðnings lians og ráðsnilli. Hann minntist oft á einn hvalveiðaleiðangur. Þá bar það undarlega við, að hann varð viðskila við móðurskip sitt í 8 daga. Þegar annað skip hitti hvalveiðamennina voru 5 af félögum Tomsens dánir, hann stóð einn, og eftir að hafa fengið noklc- ur glös af Iieitu rommi var hann aftur sprellfjör- ugur. Eins og allir veiðimenn var hann ákaflega sólginn i áfengi, og þá lielzt það sterkasta. Þó var hann aldrei fullur, þó að stundum væri liann ekki langt frá því. Hann var frábær veiðimaður. Hann hafði skotið hreina i fjörðum Nova Zembla. Eldlendinga hafði hann lagt að velli á suðurodda Suður-Amerílcu, eða nálægt Magellansundinu, þegar hann var að leita að Suður-Biscayalivalnum. Við þetta tækifæri voru nokkrir Eldlendingar næstum húnir að drepa lieila norska skipshöfn, en þegar liann kom til skjalanna og tók nokkra Eldlendinga og háls- hraut ])á fyrir augunum á liinum, gáfust þeir upp. Þá hafði hann skotið svertingja í Afríku og mosk- usuxa á austurströnd Grænlands. Á haustin var hann leiðsögumaður ríkra enskra lávarða, sem voru á svakalegum veiðiferðum nyrst i Noregi. Hann var hinn mesti meistari í þvi aðskjóta elgsdýr mátulega, eða svo mikið að dýrið dróst áfram, en ])að er hætlalegt, sagði Tomsen, timburmaður, því að sært elgsdýr er ákaflega hættulegt. Það segir sig vitanlega sjálft, að hann hafði um skeið stundað gullgröft. Hann liafði ]>að að fastri venju, þegar hann kom til óþekkts lands, að hann lét það verða sitt fyrsta verk að rannsaka lækja- og ár-farvegi og gera þaðmjög gaumgæfilega.Hann yar scrfræðingur í meðferð loðskinna og enginn var eins laghentur við að stoppa út fugla og gera ]íá alveg eins og lifandi. Matsveinn var hann ágæt- ur og það lék allt i höndum hans i fáum orðum sagt. Á 30 ára sjómennsku sinni hafði hann lært að taka tennur úr mönnum, þó ekki alveg sársauka- laust og vitanlega var hann góður rakari og ágætur hárslceri. Hann kunni alls konar kúnstir og hafði löluvert upp úr því stundum. Einn leikur hans var á þá leið, að hann fékk lánaða krónu hjá ein- hverjum oklcar, krónuna setti hann á horðið og setti svo húfuna sína yfir hana. Yeðjaði hnan svo við okkur, að hann gæti náð krónunni, án þess að snerta liúfuna. Eftir margskonar handapat spurði hann okkur livort við héldum að krónan væri enn undir húfunni, greip þá einhver okkar húfuna til að sjá. Krónan lá þar og Tomsen hrifsaði Um skipshöfn Bárðar í Útgörðum var þetta kveðið fyrir nærri 60 árum: í barkanum húkir Bjai’ni læða, á bitanum situr Rosi kall; Þorvarð nátthúfu höldar liæCa, hann er ei gefinn fyrir svall; við stýrið hangir, lielzl að von, nöfðinginn, Bárður Diðx-iksson. Þótt ég hafi leyft mér að birta visu þessa og geta þeirra Bjarna og Þorvarðar þar, með auk- nefnum þeirra, cr gái’ungar þeirra tima völdu þeim af keskni sinni, sýnir vísan (senx mun vera ein meðal hinna mörgu formannavísna austur þar) að nöfn þessi eru tilfundin þeim fyrr en nú, enda þekklust þeir naumast undir öðrum nöfnum. Þar -senx talað er um „Rosa“, er átt við Vigfús nokkurn með ]>ví auknefni, en eigi man ég nú, hvers synir þeir voru, neinn þeirra. Bjarni drukltnaði suður á Leiru löngu síðai’, en livað um þá varð, Vigfús og Þorvarð, veit ég ekki. Annars vil ég geta þess, að allir voru þeir mein- liægir menn, en lítt dugandi; við vín var Vigfús rosafenginn nokkuð, og af því mun auknefni hans hafa verið dregið. Bárður drukknaði i brim- garðinum á Stolckseyri 19. maí 1896, 51 árs að aldri: Réri þangað einn á háti, í hlíðuveðri, en hrimi npkkru, enda viti sinu fjær af víndrykkju. Bái'ður var fjörmaður mikill, félagslyndur og umgengnisgóður, duglegur til vinnu og drengur góður. Hann var lengi vinnumaður hjá Þorleifi Kolheinssyni liinum ríka á Iláeyri, er mat hans mikils, sökum iðjusemi hans og trúmennsku. Að Bárði var þvi mannskaði mikill, er hann féll frá og það mcð svo sviplegum hætti. Á lionum sann- aðist málshátturinn: „Annað er gæfa en gjörvu- leiki“. Um Bárð var þetta m. a. kveðið: Bárður minn er bústólpi, hjargvættur í sveitinni, hjálpar oft um liarðæti, honum gamla Þorleifi. Mun það hafa verið Sigfús „snikkari“ Guðmunds- son, faðir séra Eggerts i Vogsósum, sem kvað hana. Hann hafði náð henni án þess að snerta húf- una. Svona var Tomsen, bezti timburmaðurinn, sem ég hefi siglt með og mesti monti'assinn, en svona karla þekkja allir sjómenn. 0. E, .

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.