Sjómaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 36

Sjómaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 36
30 SJÓMAÐURINN í Dockland var ánægjulegt að koma, geysileg flutningaumferð á götunum, birgðir bárust yfir höfin. En hissa varð eg, þegar eg kom að Tregar- than Head. Það virtist ennþá ver útleikið en Peli- can, litla skipið lians Drakes, er það kom heim úr hinni frægu hringferð sinni um heiminn. Það var klastrað við brenglaða hliðina með timbri, reyk- háfurinn var allur beyglaður. Sumar „davíðurnar“ voru tómar og skipið virtist allt vera skakkt og Ijjagað. Það eina, sem var eðlilegt við skipið voru hleðslumennirnir, sem skipuðu upp að mesta kappi. M. skipstjóri heilsaði mér innilega og hand- tak lians var jafn hlýtt og fyr. „Tókstu eftir hót- inni á hliðinni?“ spurði hann. „Tundurskeyti?“ spurði eg og hann drap höfði til samþykkis. „Þetta er ágætt skip. Mörg mundu hafa sokkið við svona áfall. Kafbáturinn kom upp á yfirborð- ið og fór að skjóta, við snérumst til varnar og sökktum honum, svei mér ef eg Iýg.“ „Byrjaðu nú á sögunni,“ sagði eg, þvi að M. hætti við því að taka ýmiskonar útúrdúra í frásögnum og var því um að gera að halda lionum við efnið. Og nú sagði hann mér merkilega ferðasögu þessa skips, sem var venjulegt flutningaskip, og svona eru einmitt margar ferðasögur núna. Eftir að eg fór af skipinu hafði skipalestin orðið fyrir kafhálsárás, sem ekki kom að sök, og skall þó luirð svo nærri hælum, að málningin á einu skipinu skrámaðist. Fylgdarskip eltu kafhátinn uppi, slógu hring um hann og vörpuðu mörgum djúpsprengjum. „Það var Ijómandi gaman,“ sagði M. „nokkrar þeirra sprungu með kurt og ])í, og þá kom djöfsi upp, stefnið kom fyrst, svo fór liann á hliðina og var eins og dauður hvalur.“ Síðan var M. leyft að halda áfram á skipi sínu upp á eigin spýlur. M. vill leyfa hraðskreiðari skip- unum að fara smá leið og treysta á hraðann og hrjóstvit skipstjóranna. Tregarthan Head „spýlli í“ og stefndi til Höfðahorgar, hlaðið stríðsvörum. „Sennilega hafa Húnarnir vitað hvað við vorum að flytja,“ sagði hann. „Spæjararnir eru allsstaðar, íafnvel í heimahöfnunum. Þegar kafbátarnir ella skipalestirnar týna þeir jiau skipin úr, sem dýrast- an flytia farminn. Það var kannske óhyggilegt, en við eyddum miklu meira eldsneyti en leyfilegt er.“ Skipið getur hrennt bæði kolum og olíu, og hann sneri sér að kolunum, þvi að hraðinn og átökin virtust meiri jiegar það heyrðist að neðan, að jiar væri verið að moka. „Þetta er sú sálfræðilega hlið striðsins,“ sagði M. og glotli við. „Þegar hamast er áfram upp á líf og dauða er varla hægt að láta sér finnast að maður sé að gera allt sem hægt er, með jiví að snúa einu handfangi. Þú verður að finna til ákafans, svitans og hlóðsins!“ Nálægt miðjarðarhnu mættu þeir óvinaskipi, sem var dulbúið sem flutningaskip, sem gaf jiegar merki. „Ef við hefðum haft sex jmmhmga hyssur hefði eg kannske lagt í hann, en þar sem svo var ekki, sendi eg niður í vélarúmið til að taka á jiví, sem til var. En er óvinurinn sá hvað verða vildi hóf hann skothríð, — mcð allt að j)ví sex jmmlunga- hyssum. Eg fór í eins mikla krákustíga og mér var unnt. Hann eyddi miklu af skotfærum, en j)að varð okkur til lítils tjóns, að öðru leyti en j)vi að nokkr- ir teinar hrotnuðu og plötur heygluðust. Ein kúla hitti vel, en hún var svikin, húin til í Skodaverk- smiðjum, gerðum við okkur í hugarlund. „Þessi leikur stóð alllengi. Stýrimaðurinn vildi svara skothríðinni i sömu mynt, en eg bannað það. sökum j)ess, að j)cir mundu sjá j)að, er við hefðum skotið fyrsta skotinu, að við vorum ver vopnaðir. Loks lét eg undan. Ivúlan okkar virtist hafa hæft mjög vel, ])ví að óvinaskipið hætti skothriðinni og Iiefir sennilega Iialdið, að við værum ekki sitt meðfæri, en við héldum áfram sem mest við mátt- um. „Ein eða tvær gufupípur voru í sundur og stýr- isúthúnaður lítilsháttar skemmdur. En við höfð- um góða viðgerðamenn. Við gerðum við skipið og um sólsetur var j)að orðið jafngott. Við stýrð- um í vestur í fjórar klukkustundir, j)ví að verið gat að Húnarnir vissu hvert eg ætlaði og eltu mig. Daginn eftir veitti eg romm á báða hóga, l)ólt of lítið væri af þeirri vöru innanborðs. Annars gerðist fátt, annað en ])að, að við fundum skipsbrotsbát á reki.“ „Voru nokkrir í hátnum?“ „Ekki lifandi, en menn voru í bátnum, — en vatnshrúsi þeirra var skrælj)urr, og enginn brauð- hiti var sjáanlegur. Þessir menn hafa hlotið hrylli- legan dauðdaga. Fyrir ])á gátum við ekkert ann- að gert en að vefja ])á i dúk, lesa yfir þeim og sökkva þeim i sæ. Mér þótti gott að komast i örugga liöfn i Höfða- horg, og það var ástæða til að halda fagnaðarveizlu eftir ])essa svaðilför. Það þurfti lílca að dytta að skipinu. „Það var fljótlegt að ná í hað sem vantaði í Höfðahorg.“ „Nú vorum við sendir austur á bóginn og áttum að safna í okkur auðæfum Austurlanda, mahóni frá Arkipelagus, niðursoðnir ávextir frá Malayja- löndum og Filippseyjum. Sjómennskan getur ver- ið mjög skemmtileg j)egar vikið er út af hinum

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.