Sjómaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 10

Sjómaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 10
4 SJÓMAÐURINN FYRSTA SINN, er ég sigldi yfir miðjarðar- línuna var ég háseti á dönsku olíuflutn- ingaskipi, sem hét „Emma Mærsk“. Ég hafði heyrt talað um hina æfagömlu venju, að skíra þá, er í fyrsta sinn fara suður yfir „línuna“ og æði misjafnar voru lýsingarnar á athöfn þessari. Við vorum 28 alls þarna um horð, sem ekki höfðum verið „skirðir“ áður, og gerðu hinir skipverjarnir sér nú allt far um að skjóta okkur skclk í bringu, með allskonar trollasögum um skírnaraðfarirnar, og síðustu dagana liáðu þeir iireinasta taugastríð á hendur okkur með ýmiskonar pukurstarfsemi fyrir lolcuðum dyrum. Kvöldið áður en siglt var yfir miðjarðarlínu var veðrið skinandi fagurt, að vísu var ekkert tungls ijós, en himininn var alþakinn tindrandi stjörn- um er endurspegluðust í spegilsléttum haffletin- um. Hin fjögur töfrandi augu Suðurhvelsins, sem annars eru svo mild og fögur, livesslu sig öðru hvoru á okkur, eins og þau vildu segja eitthvað á þessa leið: „Já, ykkur er starsýnt á okkur, ungu menn, en er það ekki í krafti þess, hvað við höld- um saman, að við berum langt af öllum hinum stjörnunum, og er það ekki þess vegna að við heilum hug og hjörtu ykkar sjómannanna? Litið á hinar stjörnurnar: Centaurus, systurnar Specia,, Siríus, Antares o. fl. o. fl. Eru þær máske ekki nógu fallegar Iiver fyrir sig, og eiga þær ekki full- an tilverurtélt eins og við? Jú, og aftur jú! en að- eins vegna þess, að þær standa ekki nógu þétt saman, verða þær ósjálfrátt, í meðvitund ykkar sjómannanna, aðeins rammi utan um okkur, okk- ur til enn meiri prýði.“ Ég var nýkominn á vakt, er ég heyrði hrópað einhversstaðar ulan úr myrkrinu: „Emma Mærsk, ohoy!“ og um leið var svarað úr brúnni: „Emma Mærsk liér, halló!“ Ég kallaði til félaga minna, að nú væri eitthvað nýtt á seyði, og við þutum Neptun konungur og embættismenn bans. Læknirinn framkvæmir skoðun og inngjöf. allir fram miðskips nógu snemma til þess að sjá, hvar aftur eftir þilfarinu kemur hár og þrekinn, mjög æruverðugur, gamall sjóúlkur, með alskegg, í olíukápu, vaðstígvélum og með sjóhatl á höfði. Skjalamöppu hafði hann undir hendinni og lang- ur sjókíkir hékk um háls honum. Sjóhleytan draup af klæðum hans og skeggi og kaldan hrá- slagagust lagði af honum er hann þrammaði fram- lijá okkur á leið sinni upp í brú ti! skipstjóra. Tók hann skipstjóra lali, kvaðst vera sendimað- ur Neptúnusar konungs, og tilkynnti þar með nærveru hans hátignar er siglt yrði yfir „línuna“. Ennfremur kvaðst hann eiga að yfirfara pappira skipsins og allrar skipshafnar. Vorum við hinir óskírðu síðan leiddir fyrir öldunginn og hélt hann yfir okkur þrumuræðu og áminnti okkur um að hegða okkur vel undir hinni væntanlegu athöfn, enda myndi það heppilegast, því konungar hafsins léti elcki að sér hæða. Að lokum snéri hann sér aftur að skipstjóra, áminnti hann um að lialda vel við skipi sínu og vera skipverjum lil fyrir- myndar í öllum góðum háttum og siðum, kvaddi síðan og skundaði fram undir bakkann og hvarf þar inn i myrkrið. Strax i híti næsta morgun var hafizt handa með lokaundirhúninginn; var nú slegið upp palli, stórum og sterkbyggðum, og þétt við hann úthúin vatnsþró úr seglum, á annan meter djúp. Síðan var komið fyrir borðum, hekkj- um og stólum á pallinum, og lögð áherzla á að hafa allt sem traustast, því að hér skyldi orustan háð, ill- ir andar útreknir, líkamir syndugra manna hreins- aðir, og sálir endurnærðar. Um hádegi var verk- inu lokið, okkur sagt að fá okkur að borða og punta okkur svolítið, en fara samt ekki í „land- gangsdress". Við gutum hornauga á þróna, barma-

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.