Sjómaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 12
6
S JÓMAÐURINN
Konungur og hirð hans að erfiði dagsins afloknu.
innar reglum, án hinnar minnstu blóðgunar, að-
eins ofurlítið hárreittur, þegar svo illa vildi til að
hárin festust í skærunum. Svo kom biskup með
„postilluna“ og las yfir honum áminningarræðu,
innrætti honum gotl og kristilegt liferni, að hann
mætti í framtíðinni reynast verðugur sonur Nep-
túns Rex. Síðan var honmn boðið að meðtaka
„sakramentispillu“, sem var lítið betri en sú fyrri,
og drekka „messuvin“ með. „Messuvínið“ var köld
og svalandi saftblanda, sem undir þessum kring-
umstæðum var hreinasti goðadrykkur, enda
gleymdi hinn sárþjáði „píslarvottur“ bæði stað
og stundu og teygaði úr ausunni, sem biskup hélt
óþarflega hátt, svo hann varð að halla sér eilílið
aftur, til að fá síðustu löggina með, en þessi drop-
ar urðu dýru verði keyptir, því alll i einu, og öll-
um að óvörum veltur kassinn, sem, bann sat á,
og pilturinn steyplist afturyfir sig á höfuðið ofan
í þróna, en þar biðu lögregluþjónarnir, og um leið
og honum skaut upp másandi og blásandi, gripu
])eir liann og kaffærðu hvað eftir annað. Loks var
hann látinn laus. Skírn bans hafði tekizl vel, nú
gat hann sezt á bekk hinna skírðu og hlegið að
óförum hinna, sem á eftir komu. Menn skemmtu
sér eins og börn, lilógu og létu öllum illum látum;
þegar svo allir liöfðu staðizt eldraunina var okkur
stillt upp í röð, og úthlutað skírnarvottorðunum
með eiginhandarundirskrift hirðmanna og lakk-
innsigli konungs. Um kvöldið var okkur baldin
veizla og veitt bæði kaffi og lcökur og vín og voru
þá haldnar ræður og drukkin skál hinna nýbökuðu
úthafsfara.
Ólafur Tómasson.
Skipbrotsmenn koma til
Vestmannaeyja.
Góður og öruggur útbúnaður.
ARGT HEFIR VERIÐ RÆTT og ritað um
aukinn útbúnað á skipum og björgunar-
tækjum þeirra, sem fara um hættusvæðið. Þótt
almennur skilningur virðist á því að þörf sé auk-
ins útbúnaðar fyrir sjómenn þá sem sigla nú, þyk-
ir ástæða lil að skýra frá reynslu þeirri, sem feng-
izt liefir af hinum bezta öryggisútbúnaði og skal
hér skýrt frá útbúnaði skipverja og björgunar-
bála frá skipi, sem nýlega var sökkt í liafinu milli
íslands og Ameríku.
Skip þetta var norskt að uppruna og var með
timburfarm; þvi var sökkt fyrirvaralaust með
tundurskeyti og síðan skotið á það nokkrum skot-
um. Enginn maður særðist við árásina og tókst að
renna báðum bátum slcipsins i sjóinn. Skipverjar
flestir voru í gúmmísamfeslingum, það er búning-
um úr gúmmi, einna líkustum kafarabúningum,
en miklu liprari og falla þeir að hálsinum. Sem
dæmi um notbæfni búninganna má benda á að
2. stýrimaður skipsins kaslaði sér af stjórnpalli í
sjóinn, en var þur eftir, þegar upp i bátinn kom.
Þeir, sem búninga þessa böfðu skáru þá síðan af
sér, en létu verða eftir um hné og notuðu sem sjó-
stígvél meðan þeir dvöldu í bátnum. Bátarnir voru
8V2 sólarhring í sjónum þar til þeir náðu landi
og böfðu slæmt veður nokkuð af tímanum. Á bát
þeim, sem sá er þetta ritar bafði aðslöðu til að al-
huga voru ellefu menn, 15—62 ára, og voru allii'
svo hressir þegar að landi kom, að þeir gengu
hjálparlaust á land og sumir þeirra voru á ferli
allan daginn til kvölds, en að landi komu þeir
fyrir hádegi. I bátnum hafði verið vatn til 30
daga og það skammtað frá byrjun. Þegar að landi
kom vorn eftir í bátnum 24 ds. mjóllc, 13 kg. af
kjöti i dósum, mikið af harðabrauði, nægjanlegt
tóbak og 4 flöskur af áfengi, en á því bafði aldrei
verið snert. Þá voru í bátnum lyf og sáraumbúð-
ir. í bátnum hafði veriði fatnaður i vatnsþéttuna
umbúðum og það svo rifjega, að enn var nokkuð
óbreyft. Skal nú lýst búningi eins bátverja, en
hann var mjög svipaður á öllum.
Yzt klæða var maðurinn i tvennum olíufatn-
aði og stígvélum. Undir var svo stormtreyja, þrjái’
peysur og ullarbolur, tvennar buxur og ullarnær-
buxur, þrennir sokkar og prjónahúfa undir sjo-