Sjómaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 8

Sjómaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 8
9 SJÓMAÐURINN Nýi vitinn á Pormóðsskeri. Öllum, sem til þekkja mun verða það mesta gleði- efni, þegar góður viti er kominn á Þormóðssker. Enn er mönnum í minni hið svo- kallaða „mannskaðaveður“, þegar ýmsum af fiskiskút- unum okkar, en þá voru það beztu skipin, fórust á þess- um slóðum og inargir mæt- ir menn létu lífið. — Uppá- stungur liafa komið fram um það, að nefna vita þenn- an „Charcot-vita“, eftir franska vísindamanninum dr. Charcot, er fórst með skipi sínu „Purquoi Pas?“ sem frægt er af rannsóknum i Norðurhöfum. Hér birtist mynd af þess- um vita — og lýsing Emils Jónssonar vitamálastjóra á honum: Q YÐST OG VESTAST í skerjaklasanum út af Mýrum er Þormóðssker. Svæði þetta hefir ávallt verið lalið eitt hið hættulegasta hér við land, enda liafa skip oft farist á þessum slóðum. Er þess skemmst að minnast er franska rannsóknarskipið „Purquoi pas?“ fórst þarna fyrir nokkrum árum. — Upp úr því fóru að koma fram óskir um að viti væri byggður á skerinu, sérsíaklega hafa þessar óskir komið frá sjómönnum á Akranesi, sem sækja á fiskislóðir norður með þessum skerjagarði. Skerið er ekki stórt, rúmir 100 metrar á lengd og nokkru mjórra, þar sem það er breiðast. Hæð- in er um 14 m. yfir sjó þar sem hún er mest. Á þessu skeri hefir nú í sumar verið byggður allstór viti, eins og meðfylgjandi teikning sýnir. Vitaturninn er réttir 20 m. ó hæð, frá gólfi uppá handriðsbrún, og verður Ijósið þá 35.00 m. yfir sjó. Vitinn er byggður úr járnbentri steinsteypu og verður húðaður utan með kvosi, með lóðréttum svörtum hrafntinnuröndum. Ljóstækin verða gasljóstæki með 3. flokks Ijósa- krónu og er þá gert ráð fyrir að vitinn lýsi 16—17 sjómilur. Aðstaðan við vitabygginguna var erfið. Vikum saman var ómögulegt að lenda í skerinu, en 12 manna vinnuflokkur liafðist þar þó við þangað til um síðustu mánaðamót. Var þó verkinu það það langt komið, að vitinn var fullsteyplur að öllu leyti. Vinnu var þá hætt í bili, en ráðgert er að fullgera vitann næsta vor. Þótti of viðurhlutamikið að láta menn hafast þar við lengur, þegar veður voru farin að spillast og mjög gat brugðið til beggja vona um að hægt væri að hafa samband við þá tímum saman. — Þegar vitinn á Þormóðsskeri hefir verið tekinn til afnota má segja, að mikið sé bætt úr því öryggisleysi sem skip hafa átt við að búa á þessum slóðum. En til þess að vel sé, þarf að koma annar viti norðar, sem í sambandi við þennan vita og Malarrifsvitann á Snæfells- nesi, lýsir yfir allan Faxaflóa norðanverðan. Vitar, sem lýsa aftur. Á Gróttuvita hefir verið kveikt aftur. Ljósein- kenni eru hin sömu og áður. — Baujunni á Val- húsagrunni verður lagt út. Ljós og hljóðeinkenni hin sömu og áður. Tjörnesvitinn lýsir aftur, næstu daga, með minnkuðu Ijósmagni, Ijósmál 8—10 sjómilur, en ljóseinkenni óbreytt. Sama máli gegn- ir um Rauðagnúpsvita. Á Raufarhöfn hefir höfnin og innsiglingin verið dýpkuð, þannig, að nú geta línuveiðarar og togar- ar affermt þar og meðalslór flutningaskip legið þar við bryggju. (Samkvæmt tilkynningu vitamála- stjóra.)

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.