Sjómaðurinn - 01.11.1941, Blaðsíða 37
SJÓMAÐURINN
31
troðnu brautum og mér finnst eg nú vera annar
Kolumbus. Við vissum nefnilega ekkert hvar ferð-
in átli að enda.
„Við komum til afskekktra eyja þar sem kín-
verskir kúlíar skipuðu vörunum fram í bátum,
sem voru holaðir eintrjáningar. Eg tók allt ma-
hóní, sem eg átti kost á að fá, því að það er notað
í riffla og flugvélar, og stóð eg í miklum samning-
um um það við höfðingja eyjanna. Mahóníinu var
fleytt niður árnar og var fest aftan í eintrjáninga,
sem knúnir voru áfram af 50 árum. Sumir böfð-
ingjarnir voru hámenntaðir menn, þóll feður
þeirra liafi verið villimenn. Einn þeirra neilaði að
taka við borgun fyrir mahóníið og sagði: „Ef naz-
istar sigra verður það okkur til ills og skjóts aftur-
hvarfs til fyrri villimennsku. Húnar eru ekki ný-
lendumenn, þeir svæla allt undir sig, en skila engu
nema illu einu.“ Þessi eyja var undir þýzkri stjórn
fram að síðasta stríði. Eg sagði frá þessu á ýmsum
stöðum í áróðursskyni.
„Við sveimuðum um Kyrraliafið og böfðum
skamma viðdvöl liér og þar. Eg fann, að eg var
hér að brjóta mikilsverðum viðskiptum braut. Eg
sá Ástralíu i nýju ljósi. Þeir líta jafn alvarlega á
ástandið og við og munu berjast til þrautar. Og
svona er þetta allsstaðar i sambandslöndunum. Eg
var hreykinn af þvi að vera einn hlekkurinn í ])ess-
ari miklu keðju.
Eg lilóð skipið áströlskum kolum og fór með þaa
til Valparaiso, flutti síðan saltpétur aftur til Svd-
ney. Skipshöfnin vann fram yfir ón þess að segja
neitt, og kyndararnir og vélamennirnir héldu vél-
inni i bezta lagi. Við eigum kyndurunum mikið
að þakka. Þeir verða að vinna i myrkri, einkum
þegar ráðizt er á okkur, fásl við gufu og hjól með-
an sprengjurnar falla og tundurskeyti koma þjót-
andi.
Á leiðinni mættum við einu ræningjaskipi, sem
var dulbúið sem japanskt skip. Eg nam ekki stað-
ar lil að svara spurningum þess, en lél skip mitt
fara með eins mildum braða og mögulegt var. Við
sluppum undan óvininum og var það mikið að
þakka regnskúr, sem skall á. Þó skemmdist reyk-
háfurinn lítið eitt, annars sluppum við vel. Við
vorum nú búnir að fara víða um brezká heimsveld-
ið. Eg tók 2000 smálestir af tei og fyllti hvert ilát,
sem notbæft var oliu. Mest allan farminn mátti
nota til skotfæragerðar. Svo héldum við lieim. Eg
gizka á, að farmurinn hafi verið fyllilega tveggja
niilljóna punda virði. Eg fór víða um lönd til að
fá þaðan það bezta til að færa löndum mínurn
lieim. Og svo þræluðu Húnaskrattarnir tundur-
skeytinu í okkur! Eg liafði beðið um að fá að fara
ferða minna einn saman, en farmurinn var verð-
mætari en svo, að það væri leyft. Svo slógumst við
í fylgd með skipalest. Það var um liánótt þegar
við urðum fyrir því. Eg var í brúnni. Eitt tundur-
skeyti bæfði okkur, eins og þú sást, en byrðingur-
inn stóðst fyrir. Eg var nærri drukknaður í vatns-
gusunni, þegar það sprakk. Hún kastaði mér ofan
af brúnni, en stýrimaður stóð sig vel. Hann stöðv-
aði vélarnar og skipaði öllum að búast til að yfir-
gefa skipið, það var skylda hans.
Þegar eg kom til skjalanna virtist allt í róleg-
heitum. Skipalestin liafði dreifzt og fylgdarskipin
voru önnum kafin að leita lcafbátanna. Við höfð-
um fengið gal á stærð við hlöðudyr i bliðina. En
stýrimaðurinn hafði þegar hafið undirbúning að
því að setja mottu mikla fyrir gatið, en grind var
sett fyrst, svo að liún sogaðist ekki inn. Einnig
voru björgunarbátarnir látnir síga niður á móts
við þilfar til öryggis. Trésmiðurinn athugaði skip-
ið aftan til og reyndist þar allt vera í góðu lagi.
Við hefðum verið gersamlega varnarlausir, ef
órás liefði borið að höndum, og við unnum sleitu-
laust að bráðabirgðaviðgerð til dagmála. En við
vorum þá enn á floti og nú var tilkynnt úr véla-
rúminu, að þar væri ekkert að vanbúnaði til brott-
ferðar. í dögun kom tundurspillir og spurði hvort
við æsktum þess að vfirgefa skipið. „Yfirgefa, nei!
Hafðu dragreipi tilbúið en við eruni ekki lakari
en það, að skipið mundi þola annað eins liögg og
þetta í viðbót. Við komum því áreiðanlega lieim.“
„Þú átlar þig víst ekki á því hvað við höfðum
gert,“ sagði M. „Tundurspillirinn bað okkur biða
við og bafði sig á brott. Og við vorum aleinir
eflir - allra skotspónn, ef svo vildi verkast. Mér
leiddisl þetta ])óf og fór nú að reyna bvað fleytan
þyldi og bráðlega mjökuðumst við af stað. Þá
kom togari á vettvang -— fylgdarskip okkur. Hann
spurði, bvort við vildum spolta til að láta draga
okkur. Eg lét hann reyna og dró bann aftur á bak.
Þegar við vorum komnir vel i gang skildum við
hann eftir og skutumst fram úr. En hann gætti
okkar eins og bæna með einn unga. Og ])egar flug-
vél kom til að snuðra yfir okkur skaut hann hana
niður. Svo skall þoka yfir og var eg henni satt að
segja feginn. Við vornm reyndar nokkuð einmana-
legir, gátum ekki flautað, en hefði birt upn mund-
um við bafa orðið Húnunum tilvalið skotmark.
Síðan gekk ferðalagið sæmilega. En bezt var þó. að
vélarúmið lét engan bilbug á sér finna, oe bó orðið
þar lítið um varnir, ef byrðingurinn hefði bilað.
Okkur var tekið vel þegar við komum til hafn-
Frh. á bls. 37.