Viðar - 01.01.1942, Side 9
Viðar]
INNGANGSORÐ
7
að vanda málflutning sinn en í óskrifaðri rœðu. Flestir af
nemendum héraðsskólanna koma þangað ungir að aldri og
kunnátta þeirra því eðlilega mjög takmörkuð í meðferð rit-
aðs máls. Fyrstu ritsmíðar sínar á opinöerum vettvangi,
ef svo mœtti að oröi komast, birta þeir svo í skólablöðun-
um. Eins og að likum lœtur, eru þœr í upphafi með við-
vaningsbrag og ýmiskonar misfellum. En beint og óbeint
hafa skólablöðin orðið vissum nemendum mjög mikil hvatn-
ing til þess að leggja sig alla fram, vanda sig eftir megni,
og hafa þessar ritsmiðar ásamt skólanáminu orðið mikils-
verð undirstaða í þessum merka og vandasama þœtti móð-
urmálsins. Þeir, úr þeim hópi nemenda héraðsskólanna, er
getið hafa sér síðar góðan orðstír á opinberum ritvelli,
hafa oftast einmitt á þessum vettvangi, — með skólablað-
ið að millilið, — fyrst „fundið hitann í sjálfum sér“. Um-
hverfið lyfti þeim, hlustaði á þá, örvaði þá til nýrra að-
gjörða og jók jafnframt smekk nemenda og skilning með
góðlátlegum bendingum um það, hvað vel hefði tekizt og
einnig hitt, hvað betur hefði mátt fara.
Sumir af þeim nemendum skólanna, sem eru vel ritfœrir
og hagorðir, hafa lagt ritinu lið, — sent þvi efni til birt-
ingar ýmist í bundnu eða óbundnu máli. Þátttaka nemenda
á þessu sviði mœtti þó verða mikið almennari í framtíðinni.
Viðar er eina sameiginlega rit nemenda héraðsskólanna.Þar
eiga þeir að halda áfram samstarfi og sýna þroska sinn að
skólavist lokinni og koma á framfceri nýmœlum og hug-
leiðingum ýmiskonar, bœði almenns eðlis og þó einkum
þeim, er sérstaklega varða skólana, sókn þeirra, gœfu og
gengi á vegum framtiðar.
Stutt ritgjörð, vönduð, getur verið innihaldsrikari og á-
hrifa meiri en langloka lítt unnin og losaralega hugsuð.
Er þvi mœlandi með þvi að hafa ritgjörðir að jafnaði frek-
ar stuttar og helzt alltaf vandaðar. Nemendur héraðsskól-
anna, eldri sem yngri, eflið og útbreiðið Viðar og minnizt
þess að „sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér“.