Viðar - 01.01.1942, Qupperneq 26
24
ÞÁTTUR ÚR SÖGU REYKHOLTS
[Viðar
Þá vil ég að endingu minnast á þann prestinn, sem er
hér hinn níundi í röðinni á 19. öldinni og var hér nokkuð
í'ram yfir síðustu aldamót. Það er séra Guðmundur Helga-
son. Hann er sá eini af öllum þeim prestum, sem hér eru
taldir, sem er bóndason og af bændaættum langt fram í
kyn. Á honum var það þó ekki að sjá, því að í svip og yf-
irbragði bar hann fremur merki yfirmanna en undirgef-
inna. Hann var stór, höfðinglegur og um leið nokkuð valds-
mannlegur. Þóttust sumir sjá þar fyr héraðshöfðingjann
en prestinn, en við nánari kynningu fundu þeir líka prest-
inn og hann ekki óveglegri héraðshöfðingjanum. Hann var
fluggáfaður, glaðlyndur, gamansamur, prúðorður og allra
manna skemmtilegastur. Búmaður var hann ágætur og
glöggur í fjármálum, hvort sem hann leit á eigin hag,
hreppsins eða héraðsins. Hafði hann þá líka að gegna
mörgum fleiri störfum en prestsembættinu einu saman.
Prófastsembætti hafði hann einnig á hendi. Hann græddi
á tá og fingri, hafði bæði góð hjú og gagnauðugt bú. Öll
hús jarðarinnar lét hann endurbyggja, þar á meðal sauða-
húsin í Norðurlandinu, sem fóru í rústir við fráfall séra
Þorsteins. Nýja kirkju lét hann reisa 1886. Hana smíðaði
Sigurður Árnason úr Reykjavík og Ingólfur Guðmundsson,
sem síðar varð bóndi á Breiðabólsstað og hreppstjóri hér
í sveit um margra ára skeið. Sumarið 1887 var kirkjan full-
smíðuð og vígði séra Guðmundur hana 15. sunnudag 1
sumri. Var þá heiður og sólríkur dagur, eins og þeir eru
fegurstir hér á landi. Fólkið reið hingað að vanda úr öllum
áttum og rúmaði kirkjan ekki nema nokkurn hluta þess.
Þá voru liðin rétt fimmtíu ár, frá því að Þorsteinn Helga-
son vígði þá kirkju, sem hann lét reisa. Var þá aðeins einn
sóknarbóndi séra Þorsteins á lífi. Það var Magnús Jónsson
á Vilmundarstöðum. Hann átti sæti við altarishorn í þau
fimmtíu ár, sem kirkjan stóð og var mest virtur allra
oænda sóknarinnar. Var hann mikill vinur Reykholts-
presta alla sína tíð og sóttu þeir, sem margir aðrir, til hans
ráð, þegar einhver vandamál komu fyrir. Kunni hann