Viðar - 01.01.1942, Qupperneq 184
182
ÚR FUNDARGERÐARBÓK
[Viðar
skóli sæi um útgáfu ritsins í hvert sinn og skiptist þeir á um það
eftir röð. — Fundinum var þá frestað m. a. vegna fjarveru féhirðis
félagsins.
Fundur hófst daginn eftir á sama stað. Var þá mættur Þórir Stein-
þórsson féhiröir. Gaf hann skýrslu um fjárhagsástæður ritsins og
skil hinna ýmsu nemendasambanda. Voru eignir ritsins um 1400 krónur,
sem stóðu mestmegnis inni hjá nemendasamböndunum, en skuldir
við prentsmiðju voru 774 krónur. — Samþykkt var að gefa Viðar út
á næsta vetri. — Þá var og samþykkt að fela Þórði Kristleifssyni rit-
stjórn, ef hann gæfi kost á því.
Auk þessa voru samþykktar svohljóðandi tillögur:
a. Fundurinn felur stjórninni að snúa sér til skólanefnda héraðs-
skólanna með ósk um, að þær láti birta i ársriti nemendasam-
bandanna skýrslur skólanna og greiði nokkurt fé fyrir birtingu.
— Væntir fundurinn þess, að með þessu móti megi afla ritinu
allt að 1000 króna tekna.
b. Fundurinn leggur áherzlu á, að rit skólanna komi út árlega og
felur stjórninni að undirbúa þá tilhögun útgáfunnar framvegis,
að skólarnir annist hann til skiptis, einn eða fleiri í samlögum,
ef fært þykir, að fengnu áliti skólanna og nemendasamband-
anna.
6. Öryggismálin komu þá aftur til umræðu. — Nefnd sú, er kosin
var í málið í gær, skýrði frá viðræðum sínum við forstjóra trygginga-
stofnana ríkisins um lífeyrissjóð embættismanna.
Rætt var um málið og stjórninni faldar framkvæmdir þess.
7. Fjármál félagsim. Féhirðir gaf skýrslu um fjárhag félagsins.
Taldi hann eign þess 1040 krónur, ef árgjöldum eins árs væri sleppt
vegna aðgerðaleysis félagsins. — Reikningar voru ekki fullgerðir m. a.
af því, að vafi þótti á, hvort rétt væri að krefjast allra árgjalda. —
Þessi tillaga var samþykkt:
Fundurinn veitir gjaldkera heimild til að veita Viðari allt að 500
kr. bráðabirgðalán úr sjóði félagsins til útgáfu hans á þessu ári, ef
nauðsyn krefur.
8. Fundarstaður og tími. Þessi tillaga var samþykkt: Fundurinn
samþykkir, að aðalfundir félagsins verði haldnir tii skiptis í skóI-
unum og verði fundartími helzt í júní ár hvert.
9. Kveðja. Samþykkt var að fela Þórði Kristleifssyni að senda
fyrv. formanni félagsins, Kristni Stefánssyni, þakkarkveðju fyrir
samstarf og stjórn félagsins.
10. Skólaráð. Fræðslumálastjóri skýrði frá gildandi lögum um stofn-
un skólaráðs fyrir héraðs- og gagnfræðaskóla. í það ráð ber félagi
héraðsskólakennara að kjósa einn mann. — Leitaði fræðslumálastjóri
álits fundarins um hvort félagið vildi nota sér þann rétt. — Sam-