Bankablaðið - 01.12.1964, Side 4
Iðnaðarbanka-útibú
Föstudaginn 13. nóvember s. 1. opnaði
Iðnaðarbanki íslands h.f. nýtt bankaútibú
að Strandgötu 34 í húsakynnum apoteks
Hafnarfjarðar.
Sveinn Valfells, formaður bankaráðsins,
kynnti hið nýja útibú fyrir gestum úr
Reykjavík og Hafnarfirði, en meðal ræðu-
manna voru: Jóhann Hafslein iðnaðarmála-
ráðherra og bæjarstjóri Hafnarfjarðar, að
því er lesa má í dagblöðum höfuðstaðarins,
en Bankablaðið eða fulltrúi frá S.Í.B. voru
ekki meðal viðstaddra.
Forstöðumaður hins nýja útibús er Sig-
mundur Helgason, sent verið ltelur deildar-
stjóri í aðalbankanum í Reykjavík.
Bankablaðið árnar hinum nýja útibús-
stjóra og starfsfólki útibúsins lieilla.
eða réttur hafi verið brotin á bankamönn-
um. Bankaráðið hafi óskoraðan rétt til að
skipa í æðstu stöður innan bankanna. Það
er rétt, svo langt sem það nær. Það ertt ekki
lögin sjálf, sem segja til hvernig er farið með
veitingavaldið. Það er andi laganna. Það er
verið að brjóta réttarmeðvitund á banka-
mönnum með embættisveitingum þeim, sem
átt hafa sér stað í bönkunum á síðustu vik-
um. Hinsvegar er það „bökstafurinn, sem
blívur" hjá bankaráðunum, þegar það af-
sakar valdníðslu og segja lögin eru „réttu“
megin.
Mættu aðgerðir starfsfólks Útvegsbankans
vera nokkur áminning og ábending til
bankamanna um að efla og sameina samtök
vor til bættrar aðstöðu innan bankanna sem
utan.
F RtTTIR
frá Búnaðarhanltanum
Aðalfundur Starfsmannafélags Búnaðar-
banka íslands var haldinn í samkomusal
Búnaðarbankans 14. nóv. 196.3. Formaður
félagsins Stefán Pálsson setti fundinn og
flutti skýrslu stjórnarinnar um starfsemi
félagsins á liðnu starfsári, sem var með
svipuðu sniði og undanfarin ár. Gjaldkeri
las upp reikninga félagsins, og flutt var
skýrsla Utanfararsjóðs, en styrk úr þeim
sjóði hlaut sl. ár Páll J. Briem.
í stjórn voru kosin Stefán Pálsson for-
maður og meðstjórnendur Jónas Benónýs-
son og Sigurborg Hjaltadóttir.
A fundinum voru einnig kosnir 7 full-
trúar í fulltrúaráð S.Í.B.
Mikið skáklíf er innan bankans og fór
hinn árlegi Riddaraslagur fram í tveimur
riðlum. Riddarann vann að Jressu sinni
Jón Kristinsson. Hlaut hann 6 vinninga af
7 mögulegum, annar varð Guðjón Jóhanns-
son og Jtriðji Arinbjörn Guðmundsson.
Haukur Þorleifsson, aðalbókari, varð
sextugur jtann 31. des. Haukur er einn af
el/.tu starfsmönnum bankans, byrjaði 1932
í bændanefndinni. Hann hefur tekið mik-
inn þátt í starfsemi bankamanna og var
um skeið formaður S.Í.B. í tilefni afmælis-
ins var hann sæmdur silfurmerki S.I.B.
Garðar Þórhallsson, aðalféhirðir, átti
fimmtugsafmæli 18. apríl s. 1. Hann hóf
störf í bankanum 1941 og var skipaður að-
alféhirðir frá 1. júlí 1960.
Garðar hefur verið virkur félagi í Starfs-
mannafélagi Búnaðarbanka Islands og set-
ið í stjórn Jjess öðru hvoru allt frá því að
hann hóf starf í bankanum.
2 BANKABLAÐIÐ