Bankablaðið - 01.12.1964, Side 24
ÚTVEGSBANKAsANNÁLL
Náins- og kynnisfararsjóðnr Útvegsbankans.
Úthlutað var á árinu 1964 tveim kynnis-
fararstyrkjum og einum námsstyrk. Styrk-
ina hlutu: Námsstyrk: Gunnar Gunnarsson,
em dvalið hefur við nám í Svíþjóð. Kynnis-
fararstyrki: Ingi Kristmannsson og Erling-
ur Hjaltested.
Félagsheimilið að Lcekjarbotniim.
Félagsheimili starfsmanna Útvegsbankans
að Lækjarbotnum var starfrækt að venju í
sumar og var fullsetið. Unnið var þar að
margs konar endurbótum, m. a. borað eftir
vatni og dælukerfi sett í samband.
í október var haldin fjölmenn „vatnshá-
tíð“ í tilefni af opnun vatnsveitunnar og
voru meðal gesta bankastjórar Útvegsbank-
ans, bæjarstjóri og bæjarráð Kópavogskaup-
staðar.
Stórhýsið við Lœkjartorg.
Unnið er af fullum krafti að nýbyggingu
bankans við Lækjartorg. Nýlega var lokið
við frágang allan utanhúss. Innan-húsvinna
er 1 fullum gangi og er ráðgert að húsið
verði tilbúið á næsta ári. Vinnu við efstu
hæð hússins er hraðað eftir föngum, en þar
á mötuneyti starfsfólksins að vera til húsa.
Nýr skrifstofustjóri settur.
Henrik Thorarensen, skrifstofustjóri í
Útvegsbankanum, hefur verið fjarverandi
um nokkurra mánaða skeið vegna veikinda.
I veikindaforföllum hans hefur Gunnar
Davíðsson, aðalféhirðir, verið settur skrif-
stofustjóri.
Starfsmannafélag Útvegsbankans.
Á aðalfundi í janúar s. 1. gerði formaður
Starfsmannafélags Útvegsbankans Adolf
Björnsson, grein fyrir hinu fjiilþætta starfi
félagsins og aðrar starfsskýrslur voru flutt-
ar. Þá voru tilkynnt úrslit kosninga, en
kosningu hlutu: Adólf Björnsson, formað-
ur, Sigurður Guttormsson, Gunnlaugur
Björnson, Þorsteinn Friðriksson og Þóra
Ásmundsdóttir.
☆
■W ára starfsafmœli.
Jón Björnsson, deildarstjóri í víxladeild
Útvegsbanka íslands átti 40 ára starfsafmæli
I. nóv. s. 1. Bankablaðið árnar afmælisbarn-
inu heilla.
Kcni lierra! Þér hafið gefið fyrirmceli nm uð
híta vita, ef konan yðar kemnr i lieimsókn.
/lsni! Þetta er konan min!
22 BANKABLAÐIÐ