Bankablaðið - 01.12.1964, Page 32

Bankablaðið - 01.12.1964, Page 32
HANNES PALSSON: Nýskípan eftirlaunas]ó5anna Svo sem bankamönnum cr kunnugt voru samþykkt lög varðandi eftirlaunasjóði á síðasta Alþingi. Er þar gert ráð fyrir að all- ir þjóðlélagsþegnar verði fullgildir meðlim- ir í almannatryggingum og að allir greiði sama gjald lil þeirra. En fram að þessu hafa meðlimir viðurkenndra eftirlaunasjóða ver- ið undanþegnir greiðslum á verulegum hlula iðgjalda til almannatrygginga eða um 70%. Að sjálfsögðu var sú kvöð á eftirlauna- sjóðum, að þeir sæu félögum sínum lyrir elli-, örorku- og barnalífeyri í staðinn. Ekki er Jjó svo að skilja, að meðlimir elt- irlaunasjóða bankanna geti gerzt fullgildir meðlimir almannatrygginga kvaðalaust, —■ nei, í reglugerð þeirri, sem ráðuneytið hefur gefið út um þetta er kveðið svo á, að sjóð- irnir endurgreiði almannatryggingum þann hluta iðgjladanna, sem einstakir meðlimir hafa verið undanþegnir frá að greiða, en frá dragist sú upphæð, sem sjóðirnir hafa sparað almennum tryggingum. Eru settar um þetla ákveðnar rgclur. I>að eru eftir- launasjóðirnir, sem eru ábyrgir gagnvart almanna tryggingum um greiðslu þessa, en hinir einstöku sjóðir innheimta Jjessa greiðslu af meðlinnim sínum. Tveir af eílirlaunasjóðum bankanna hafa nýlega fengið staðfestar reglugerðir sínar sem viðbótarsjóðir. Það eru Eftirlaunasjóð- ir Búnaðarbanka íslands og Útvegsbanka íslands. Inn í reglugerð Jressara sjóða var bætt nýrri grein, sem hljóðar svo: „Frá 1. janúar 1964 skal sjóðurinn vera viðbótarsjóður við almannatryggingar, og eru því sjóðlélagar skyldir til að greiða áfram fullt iðgjald til sjóðsins auk iðgjalds til almannatrygginga, enda njóta Jjeir fullra réttinda hjá báðum. Einstaklingar greiða til sjóðsins með vöxt- um iðgjöld Jjau, er jjeir liala fengið undan- Jjágu frá að greiða til almannatrygginga, en stjórn sjóðsins skilar Jjeim iðgjöldum áfram til ahnannatrygginganna. Stjórn sjóðsins setur nánari reglur um greiðslufyrirkomulag sjóðfclaga, sbr. 2. mgr., og semur við 'l'ryggingastofnun ríkisins um endurgreiðslu úrsjóðnum samkvæmt 3. mgr. bráðabirgðaákvæðis laga nr. 440/1963 um a lmanna try ggingar. “ Það er ekki að efa að Jjessi breyting cr til mikilla hagsbóta fyrir sjóðfélaga, Jjó að ekki verði fram hjá því horft, að hún kostar talsvert íe, einkum á meðan verið er að greiða skuldina við almannatryggingar. Þann tíma grciða lélagar 2% af kaupi sínu, Jjar til hver og cinn hefur lokið sínum hluta. Gjaldið lil almannatrygginga hækkar og ielagar halda áfram að greiða 4% í sjóðinn. Þrátt fyrir Jjcssí auknu útgjöld samjjykktu allir félagar Jjessara sjóða breytinguna og eftirlaunasjóðirnir halda tekjum sínum að fullu. Eiga þeir væntanlega eftir að gegna sínu Jjýðingarmikla hlutverki í framtíðinni eigi síður en hingað til. 30 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.