Bankablaðið - 01.12.1964, Page 5

Bankablaðið - 01.12.1964, Page 5
AUKAÞING Aukaþing Sambands íslenzkra banka- manna, hið þriðja í röðinni á þessu ári, var haldið í salarkynnum starfsmanna Bún- aðarbanka íslands þriðjudaginn 3. nóvem- bcr s. 1. Formaður SÍB, Sigurður Örn Einarsson, setti |)ingið, en fundarstjóri var kjörinn Bjarni G. Magnússon og fundarritari Hann- es Pálsson. Aðlamál þingsins var: Ráðniiig útibús- sljóra við útibú Útvegsbankans A Akureyri og vidbrögð starfsmanna aðalbankans. Formaður hafði framsögu um málið, rakti gang málsins í stuttu máli og lýsti fullum stuðningi við starfsfólk Útvegs- bankans í málinu og fordæmdi ráðningu ut.’iibankamanns í starfið og lýsti tillögu sem stjórn S.Í.B. lagði fyrir þingið: „Aukaþing Sambands íslenzkra banka- manna, haklið þriðjudaginn 3. nóv. 1904, lýsir ánægju sinni yfir hinni ákveðnu af- stöðu starfsmanna Útvegsbanka íslands vegna ráðningar útibússtjóra utan raða banl. sl.arfsmanna við útibú hans á Akur- eyri. Þingið l'ordæmir þessa ráðningu bank :- ráðsins, þar sem hún einkennist af mjög annarlégum sjónarmiðum og er beinlínis til að lítilsvirða bankamenn almennt og þó sérstaklega þá er um starfið sóttu og gefur til kynna, að bankaráð álíti að inn- an raða bankamanna séu ekki til hæfir menn til að gegna mikilvægum stöðum í bönkum. ]>ingið bendir á, hversu óheillavænleg jjróun jjessara mála hefur verið, jrar sem bankaráðin virðast ekki bera hag bank- anna fyrir brjósti, jregar J)au ganga fram hjá jjrautreyndum, hæfum og traustum starfsmönnum bankanna við ráðningu í ábyrgðarstöður. Þar sem bankaráðin hafa misnotað vald sitt með stöðuveitingum að undanförnu skorar jringið á alla bankastarfsmenn að standa fast saman, þegar að þeim er vegið.“ Fjörugar og einróma umræður urðu um tillöguna, |>ar sem allir ræðumenn for- dæmdu harðlega ráðningu utanbanka- manna í trúnaðarstöður innan bankanna, og lýstu jafnframt fullum stuðningi við af- stöðu slarfsfólks Útvegsbankans í deilunni við bankaráðið. 'Fillaga sambandsstjórnar- innar var samjrykkt einróma. Til máls tóku: Sigurður Örn Einarsson, fonnaður S.Í.B., Adolf Björnsson, formað- ttr Starfsmannafélags Útvegsbanka íslands, Vilhjálmur K. I.úðvíksson, formaður Félags starfsmanna Landsbanka íslands, Sigurður Guttormsson, Útvegsbankanum, Halldór Ö. Tónsson, Iðnaðarbankanum, Stefán Gunn- arsson, formaður Starfsmannafélags Seðla- bankans, Stefán Pálsson, formaður Starfs- mannafélags Búnaðarbankans, Gunnlaugur Björnson, Útvegsbankanum, Bjarni G. Magnússon, Landsbankanum, og Hannes Pálsson, Búnaðarbankanum. BANKABLAÐIÐ 3

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.