Bankablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 21

Bankablaðið - 01.12.1964, Blaðsíða 21
nokkuð af þessu umhverfi. Þó hygg ég að undirstaða alls í lífi hans og ákvarðanir hali byggst á rólegri íhugun og að ástvina- missir hafi gert hann að raunsæismanni er aldrei tók ákvarðanir að óathuguðu máli. Þegar Anton kom hér í Landsbankann fyrir nær sautján árum, þá var hann vina- fár og ekki laust við að nokkurs kala gætti í hans garð — þar eð að dómi sumra var þegar nóg af umsjónarmönnum í bankan- um. Með hógværð, lagni og framúrskarandi framkomu vann hann á skömmum tíma lmgi allra. Anton valdi sér að lífsförunaut Jóninu Kristínu Gunnarsdóttur er lifir mann sinn. Eignuðust þau fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi. Anton! Sannarlega vildi ég á kveðjustund bera á Jjig mikið lol og rifja upp eitt og annað til að minna á drengskap þinn og ágæti, en ég veit, að það væri ekki þér að skapi. Það var í Tivoli-garðinnm í Kaup- mannahöfn — yl'ir litlu glasi — sem þú varst að segja mér frá Kaupmannahöfn æskuár- anna, en nú varstu þar aftur kominn eftir langt ævistarf. Það var bjart yfir þessu kvöldi og þú varst fullur eftirvæntingar og tilhlökkunar að ganga á fornar slóðir. Þú varst léltur á fæti við heimkomuna og hugðir á ferð á fornar slóðir á ný. Sú ferð verður aldrei farin. Æði stutt var eftir al þínum starfstíma. Við leiðarlok vil ég færa þér þakkir og kveðjur persónulega og í nafni starfsfólks Landsbankans og Seðlabankans. Þakkir fyr- ir allt sem þú hefur verið okkur, jafnt í starli í bankanum og hvar annars staðar, sem Ieiðir hafa legið saman. Við minnumst prúðmennsku þinnar og háttvísi og hins glaða viðmóts og vottum eftirlifandi ástvin- um samúð. SIGURJÓN JÓHANNSSON: Húsbyggsngarsjóðurinn Kynni mín af bankastarfsemi og félags- málum bankamanna eru stutt. Ég hef átt sæti í húsbyggingarnefnd fyrir hönd Sam- vinnubankans og sat framhaldsaðalfund SÍB, þar sem tillögur húsbyggingarnefndar voru m. a. ræddar. Af þessum stuttu kynnum má ráða, að í hópi bankamanna er að hitta marga hæfa og vel menntaða menn, en ]>ví er ekki að leyna, að skipulagsmál okkar virðast að sumu leyti laus í reipunum, a. m. k. hvað snertir starfsemi SÍB og húsnæðismálin. Flestir virðast sammála um, að stjórn SÍB og Bankablaðið þurfi að hafa fastan sania- stað, en menn greinir á um stærð væntan- legs húsnæðis og livernig fjár skuli aflað til að standa straum af byggingarkostnað- inum, cf farið verður út í að byggja eða kaupa. Þegar hefur verið safnað álitlegri upp- hæð í húsbyggingarsjóð, en mér finnsl framkvæmd málsins hálf öfugsnúin þegar það er í verkahring starfsmannafélaganna að ákveða, hvort greitt skuli í húsbygging- arsjóð eða ekki, og slíkt bíður heim alls- kyns þvargi og vandræðagangi, eins og raun hefur á orðið. Mín tillaga er sú, að íélagsmenn í SÍB greiði í framtíðinni myndarlegt árgjald til SÍB, sem síðan ákveður hvernig tekjum skuli varið, hvenær og hvernig húsnæðis- málin skuli leyst, hvað skuli renna til Bankablaðsins, hvað mikið til annarrar starfsemi samtakanna. Sem sagt, við látum SÍB hafa úr einhverju að spila og njótum ávaxtanna í öflugri og samstilltari forystu á sviði kaupgjaldsmála og félagsmála. BANKABLAÐIÐ 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.