Bankablaðið - 01.12.1964, Síða 21

Bankablaðið - 01.12.1964, Síða 21
nokkuð af þessu umhverfi. Þó hygg ég að undirstaða alls í lífi hans og ákvarðanir hali byggst á rólegri íhugun og að ástvina- missir hafi gert hann að raunsæismanni er aldrei tók ákvarðanir að óathuguðu máli. Þegar Anton kom hér í Landsbankann fyrir nær sautján árum, þá var hann vina- fár og ekki laust við að nokkurs kala gætti í hans garð — þar eð að dómi sumra var þegar nóg af umsjónarmönnum í bankan- um. Með hógværð, lagni og framúrskarandi framkomu vann hann á skömmum tíma lmgi allra. Anton valdi sér að lífsförunaut Jóninu Kristínu Gunnarsdóttur er lifir mann sinn. Eignuðust þau fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi. Anton! Sannarlega vildi ég á kveðjustund bera á Jjig mikið lol og rifja upp eitt og annað til að minna á drengskap þinn og ágæti, en ég veit, að það væri ekki þér að skapi. Það var í Tivoli-garðinnm í Kaup- mannahöfn — yl'ir litlu glasi — sem þú varst að segja mér frá Kaupmannahöfn æskuár- anna, en nú varstu þar aftur kominn eftir langt ævistarf. Það var bjart yfir þessu kvöldi og þú varst fullur eftirvæntingar og tilhlökkunar að ganga á fornar slóðir. Þú varst léltur á fæti við heimkomuna og hugðir á ferð á fornar slóðir á ný. Sú ferð verður aldrei farin. Æði stutt var eftir al þínum starfstíma. Við leiðarlok vil ég færa þér þakkir og kveðjur persónulega og í nafni starfsfólks Landsbankans og Seðlabankans. Þakkir fyr- ir allt sem þú hefur verið okkur, jafnt í starli í bankanum og hvar annars staðar, sem Ieiðir hafa legið saman. Við minnumst prúðmennsku þinnar og háttvísi og hins glaða viðmóts og vottum eftirlifandi ástvin- um samúð. SIGURJÓN JÓHANNSSON: Húsbyggsngarsjóðurinn Kynni mín af bankastarfsemi og félags- málum bankamanna eru stutt. Ég hef átt sæti í húsbyggingarnefnd fyrir hönd Sam- vinnubankans og sat framhaldsaðalfund SÍB, þar sem tillögur húsbyggingarnefndar voru m. a. ræddar. Af þessum stuttu kynnum má ráða, að í hópi bankamanna er að hitta marga hæfa og vel menntaða menn, en ]>ví er ekki að leyna, að skipulagsmál okkar virðast að sumu leyti laus í reipunum, a. m. k. hvað snertir starfsemi SÍB og húsnæðismálin. Flestir virðast sammála um, að stjórn SÍB og Bankablaðið þurfi að hafa fastan sania- stað, en menn greinir á um stærð væntan- legs húsnæðis og livernig fjár skuli aflað til að standa straum af byggingarkostnað- inum, cf farið verður út í að byggja eða kaupa. Þegar hefur verið safnað álitlegri upp- hæð í húsbyggingarsjóð, en mér finnsl framkvæmd málsins hálf öfugsnúin þegar það er í verkahring starfsmannafélaganna að ákveða, hvort greitt skuli í húsbygging- arsjóð eða ekki, og slíkt bíður heim alls- kyns þvargi og vandræðagangi, eins og raun hefur á orðið. Mín tillaga er sú, að íélagsmenn í SÍB greiði í framtíðinni myndarlegt árgjald til SÍB, sem síðan ákveður hvernig tekjum skuli varið, hvenær og hvernig húsnæðis- málin skuli leyst, hvað skuli renna til Bankablaðsins, hvað mikið til annarrar starfsemi samtakanna. Sem sagt, við látum SÍB hafa úr einhverju að spila og njótum ávaxtanna í öflugri og samstilltari forystu á sviði kaupgjaldsmála og félagsmála. BANKABLAÐIÐ 19

x

Bankablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.