Bankablaðið - 01.12.1964, Qupperneq 20

Bankablaðið - 01.12.1964, Qupperneq 20
Anton V. HalWórsson Þegar starísmenn Landsbankans og Seðla- bankans mættu til vinnu að morgni mánu- dags í byrjun febrúarmánaðar s.l. barst þeim sú sorgarfrétt, að Anton V. Halldórs- son væri látinn. Óhugnanlegri þögn og tóm- leikakennd sló um stofnunina. Það hafði verið klippt á lifsneista og kær vinur var allur. Hversu ótrúlegt, en satt. Anton hafði verið í fullu fjöri, kátur og skemmtilegur, þegar starfsfélagarnir höfðu kvatt hann á vinnustað fyrir helgina. Og þó, Jiegar nán- ar var að gætt, var hann máske þreytulegri og kjarkminni en oft áður. Anton Valgeir Halldórsson var læddur í iiráðræði í Reykjavík 31. maí 1902. For- eldrar lians voru Þuríður Magnúsdóttir og Halldór Jónsson. Aðeins tveggja ára gam- all varð hann fyrir þeirri stóru sorg að missa móður sína og fluttist austur í Þor- lákshöfn og Eyrarbakka til vandafólks og ólst upp með því austur þar, æskti- og ungl- ingsárin. Menntunarmöguleikar Antons voru litlir umfram barnaskólanám, en með hjálp góðra manna braust hann til náms í Dan- mörku og stundaði þar nám í hinum kunna Askow-skóla og síðar lauk hann námi í malreiðslu frá einum kunnasta matreiðslu- skóla Kaupmannahafnar með ágætum vitn- isburði. Þegar heim var komið biðu hans marg- vísleg störf, en hugur hans stóð til mat- reiðslustarfa. Næstu árin dvelst hann við ýmis störf á sjó og landi, eða þar til hann ræðst til matreiðslustarfa að Litla- Hrauni og starfaði þar nær 17 ár. Hinn 12. marz 1947 réðst hann í þjónustu Lands- bankans og starfaði þar til að ylir lauk. Starfssvið hans í Landsbankanum og Seðla- bankanum var margskonar umsjónarstörf og þar á meðal umsjón með mötuneyti starfsfólksins. Lífsskeið Antons heíur verið fjölþætt. Barns- og unglingsár í fámennum sjávar- þorpum austan fjalls og á biskupsstóli í Skálholti. Stórbrotið líf Kaupmannahafnar. A strandferðaskipum umhverfis landið. Með afbrotamönnum á Litla-Hrauni og loks í miðdepli viðskiptalífsins í Reykjavík. Lífs- sjónarmið hans hefur vafalaust mótast 18 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.