Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Side 3

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Side 3
TVÖ KVÆÐI eftir Kristján Einarsson jrá Djúpalœk. Kristján Einarsson frá Djúpalæk Þjóðsögn um konu Hún lék þar ung, sem fjallið útsýn fól, við fjarðarbotnsins sand, og vetrarbrimið villtan einsöng hóf, og velti á land. Við þennan fjörð hún fátœk allt sitt líf hjá fólki sínu undi. En oft var ,gáð til fjalls, að mannaferð, og förum báts á sundi. Um tvítugt var hún eldur brum og bros, sem bylgia kvik og glæst. Og ungmey hver á yndislegan draum, sem alltaf getur rœtzt. Og guðað hljótt á glugga hennar var eitt góukvöld um lestur. í lampans skini loks á gólfi stóð,- hinn lengi þráði gestur. Og örlögstjarnan skein um skamma stund í skini því var glaðst. í heitri þögn var mœtzt um myrka nótt í morgunsárið kvaðst- Og aldrei fyrr né framar blóðið söng svo fagnaðsléttum hljómi. Og aldrei fyrr var opnuð króna nein, að anganfylltra blómi. Vér eigum sjaldan margra vega völ á vorri ferð um heim. Og mörgum verður grafargatan löng þó gengin sé af tveim. Vér erum flest of sterk á œsku stund, of stolt til þess að kvarta. En heyja eitt sitt œvilanga stríð er ofraun mörgu hjarta. Ö, guð, var stundum kjökrað seint um kvöld í koddann, sárt og heitt: Ó, lát mig gleyma gesti hjarta míns. Hví gerist aldrei neitt? En hægt rann tímans lind sinn langa veg, án lausnarorðs að hugga. Það fölnar allt, sem- festir rót-við sarvd, í fjallsins kalda skugga. ÚTVARPSTÍÐINDI 3

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.