Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Page 5

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Page 5
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar- innar í Þjóðleikhúsinu í byrjun þessa mánaðar, lék Jón Nordal einleik á píanó í Píanókonsert í c-moll eftir Mozart. Jón Nordal er kornungur maður, sonur Sigurðar Nordals sendiherra og konu hans frú Ólafar Nordal, en hefur þegar getið sér hinn bezta orðstý, bæði sem píanóleikari og tónskáld. Föstudaginn 4. des. s. 1. var flutt tónsmíð eftir Jón. „Systur í Garðshorni11, svíta fyrir íiðlu og píanó. Um jólin mun Jón leika frumsamin verk í útvarpinu. Við Jón Nordal eru bundnar miklar vonir bæði sem tónskálds og píanóleik- ara, og hefur hann þegar gefið góð fyrir- heit um að þær vonir eigi eftir að ræt- ast. ÚTV ARPSTÍÐINDI 5

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.