Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Síða 8

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Síða 8
Ýmsar raddir: Búin okkar stækka nú! Fógetinn: Hugsið þið til haga og engja! Hver á að stunda kú og sauð? Raddirnar: Þegar fólk Guðs fór að svengja fékk það óðar himnabrauð. Prófasturinn: Grátnar konur ganga’ að sníkja! Raddirnar: (í fjarska). Gráti þeir sem Drottinn svíkja! (Hjá hæstu seljum byggðarinnar. Hæðir bak við öræfi. Það er rigning. Brandur og fólkið — karlar, konur og börn — kemur upp hæðirnar). Brandur: Fram, fram, móti sigri’ og sól! nú sveipar þoka dal og hól, en niðri sýður dökkgrátt djúp og dylur bæði hlíð og gnúp. Úr dauðans skuggum! Skundum enn, og skeiðið vinnum, Drottins menn. Maður einn: Föður minn hefur ferð sú þreytt — Annar maður: Frá því í gær ég át ei neitt — Prófasturinn: Börnin hljóða: Faðir fer! Aðrir fleiri: Já, fá oss bæði fæði og drykk! Raddirnar: Frá er hver sem mót oss er! Brandur: Nei, fyrst yfir þennan kjöl í rykk. Prófasturinn: (Horfir örvinglaður á eftir þeim). Sauðlaus stend ég hrumur hirðir; hyskið mig ei svara virðir; inn að skyrtu er ég flettur! Fógetinn: (Ógnar á eftir Brandi). Illa ferðu, svikaprettur! senn við munum sigur fá. Prófasturinn: Sigur? Eru’ ei allir þrotnir! Fógetinn: Ekki erum við af baki dottnir, illa féð mitt þekki’ ég þá. (Fer á eftir þeim). Kennarinn: Hvern veg. Brandur: Hver leið er bezta braut, sem ber oss gegnum stríð og þraut. Fylg mér! Maður nokkur: Það klungurs-klif er ljótt; við komumst aldrei fyrir nótt! Klukkarinn: ískirkjan liggur líka þar. Brandur: En leiðin þessi skemmri var. Prófasturinn: Fjárann ætlar fógetinn? Fer hann ekki sama veg? Ó, jú. Hæ! Þá hressist ég! Ég fer sjálfur; sótt skal vissa. Hest minn! Ei er gott að ganga. Fæst ei lipur, fjallvön hryssa? (Þeir fara). Kona: Æ, barnið veikt! — Önnur: Mér blæðir sár! Þriðja: Æ, býður enginn drykkjartár! 8 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.