Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Page 10

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Page 10
allt hálfverksskran sem hugann fyllir, hvert holdsins band, er syndin gyllir, allt vana-slen, sem vermir doðinn. Og sigurlaunin? Sálin hreina, hinn sanni vilji, trúin beina, sem firrist enga fórnargjöf, en fagnar tárum, deyð og gröf, — og þúsund brodda þyrnikrans, — þetta’ eru sigurlaun hvers manns! Múgurinn: (Óður og ær). Tælt, logið, hrakið, hrætt og svikið. Brandur: Hef ég bak orða minna vikið? Einstakir: Þér hafið sól og sumri heitið, en sigri nú í fórnir breytið. Brandur: Ég hét þvi víst — og segi’ og sver að sigur skuluð vinna þér. En hver sem reynir fremstur fal, hann falla mun með sæmd í val; en hver sem hyggst að hlífa sér, skal hopa fyr en barizt er. Því fallið er til foldar merki ef fylgir ekki viljinn sterki, og fölnir þú á fórnarsvæði er feigð þín vís þó hvergi blæði! Múgurinn: Sú heimting finnst oss hörð og köld, að hníga fyrir seinni öld. Brandur: Á fórnarbraut er för vor gerð um fjallaslóð til Kanaans. Til heilags fjalls! Á hug hvers manns ég heiti nú sem Drottins sverð! Klukkarinn: Jú, það er skapleg skammarferð! í skjólin heima fokið er. — Kcnnarinn: Nei, aftur heim ei hverfum vér. Lisa Britta Ölirvalls sendiherrafrú Útvarpstíðindum er ánægja að því að geta skýrt lesendum sínum frá því, að kona sænska sendiherrans á íslandi, frú Lisa Britta Öhrvalls, mun syngja í út- varpið núna um jólaleytið, en þegar blaðið fór í prentun, var ekki fullráðið hvaða dag það yrði. Frúin hefur góðfúslega látið Útvarps- tíðindum söngskrána í té, og er hún birt hér á eftir. Munu útvarpshlustendur eiga von á skemmtilegri kvöldstund við að hlýða á söng frú Öhrvalls. Söngskrá frú Lisa Britta Öhrvalls: 1. Gammal Sorg, eftir Gustaf Nord- qvist. 2. I Seraljens Lustgárd, eftir Emil Sjögren- 3. Dulgt Kærlighed, eftir E. Sjögren. 4. Villemo, eftir Ture Rangström. 5. Vinden och Trádet, eftir Ture Rang- ström. 6. Den bergtagna, sænsk þjóðvísa. 7. Om dagen vid mitt arbete, sænsk þjóðvísa. 8. Och jungfruen gick át killan, sænskf þjóðvísa- 9. Tánker du att jag förlorader ár, sænsk þjóðvísa. 10 ÚTV ARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.