Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Side 23
Björn Th. Björnsson, listfræðingur.
Rannveig Þorsteinsdóttir lögfr. og
Björn Th. Björnsson, listfræðingur.
Þrír fyrstu mennirnir hafa setið í út-
varpsráði áður: Magnús Jónsson og Sig-
urður Bjarnason sem aðalmenn, en Þór-
arinn Þórarinsson sem varamaður.
----------------------------------------------
Kannvcig Þorstcinsdóttir, lögfræðingur.
Varamenn í útvarpsráð voru kosnir:
Magnús Jónsson, alþm.
Kristján Gunnarsson, kennari.
Andrés Kristjánsson, blaðamaður.
Hannes Jónsson, félagsfræðingur og
Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur.
-----------------------------------<s>
NOKKRIR FASTIR LIÐIR
Skákþættir eru nú fluttir vikulega kl. 18,55 á
mánudögum. Umsjónarmenn og tíðast flytjend-
ur þeirra eru til skiptis Baldur Möller stjórn-
arráðsfulltrúi og Guðmundur Arnlaugsson
menntaskólakennari, báðir í tölu okkar nafn-
toguðustu skákmanna.
Bridgeþáttur er nýlega hafinn, og mun verða
hálfsmánaðarlega kl. 18,55 á föstudögum. Zop-
honías Pétursson fulltrúi sér um þann þátt.
íþróttaþáttur verður £ vetur fluttur a. m. k.
á þriggja vikna fresti, einnig kl. 18,55 á föstu-
dögum. Sigurður Sigurðsson, hinn góðkunni
íþróttaþulur, sér um þá hlið málsins eins og
fýrri daginn.
Barnatímar eru nú í raun réttri þrír í viku
hverri. — Aðaltíminn er að venju á sunnudög-
um kl. 18.30—19.30, og er þá flutt blandað og
breytilegt efni. Hildur Kalman, Þorsteinn Ö.
Stephensen og Baldur Pálmason skiptast á um
að stjórna þessum tíma. — Á miðvikudögum kl.
18.55 flytur svo Jón Pálsson tómstundaþátt barna
og unglinga og kennir og leiðbeinir um alls-
konar föndur og tómstundaiðju. — Loks er bvo
fyrir nokkru byrjað að lesa útvarpssögu barna,
og er sá tími á laugardögum kl. 17.30—18.00.
Sagan, sem er lesin, er „Kappflugið umhverfis
jörðina" eftir Harald Victorin, í þýðingu Frey-
steins Gunnarssonar skólastjóra. Stefán Jónsson
námsstjóri hefur lesturinn með höndum.
ÚTVARPSTÍÐINDI
23
I