Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Qupperneq 24
DAGUR
I BUGTINNI
(Jtvarpserindi Jónasar Árnasonar.
Það hafði fallið svolítill snjór á göt-
urnar, og í gegnum kyrrðina heyrðist
að einhvers staðar úti í bæ var maður að
reyna að setja bíl í gang, en líklega hef—
ur verið frosið á bílnum, því að
hann fór ekki í gang. Það voru engin
spor í snjónum fyrr en maður nálgað-
ist höfnina, þá fóru að sjást fáein spor
sem lágu úr ýmsum áttum en stefndu
öll á verbúðarbryggjurnar. Klukkan
var að verða sex einn morgun um miðj-
an október, og sporin voru eftir sjó-
mennina, sem á þessum tíma lögðu af
stað á bátum sínum út á Faxaflóa að
vitja um þorskanet.
Maður þurfti að fara yfir tvo báta til
að 'komast um borð í bátinn okkar, og
þegar ég var búinn að leggja frá mér
nestistöskuna á matborðið aftur í eld-
húsinu, fór ég frammí lúkar að setja á
mig gúmmístígvélin í staðinn fyrir
gömlu skóna, sem ég notaði til að ganga
á heim og heiman. En það var þá myrk-
ur í lúkarnum, því að vélstjórinn var
enn ekki búinn að hleypa straumnum af
ljósavélinni þangað fram, og ég varð að
kveikja á eldspýtu til að finna stígvél-
in. Svo slokknaði á eldspýtunni, og ég
setti á mig stígvélin í myrkrinu.
Ég var ekki alveg búinn að setja á
mig stígvélin þegar skyndilega upphóf-
ust átakanlegar stunur og mæðulegir
blástrar þarna innar í myrkrinu. Kom
mér það á óvart, því að við skipsmenn-
irnir vorum allir vanir að sofa í landi,
og var lúkarinn þess vegna jafnan
mannlaus um nætur. Og ég spurði:
„Er einhver þarna?“
„Hvað segirðu, vinur?“ var þá spurt
í myrkrinu.
„Ég var að spyrja hvort einhver væri
iþarna?“
„Æ-já. Það er einhver hérna,“ sagði
röddin. „Þú átt víst ekki sígarettu, vin-
ur?“
„Nei, því miður.“ Ég kvaðst bara
reykja pípu.
„Æ, er það satt,“ sagði röddin, „reyk-
irðu pípu? Æ-jæja. Maður hlýtur þó
einhvers staðar að eiga stubb.“
24
ÚTVARPSTÍÐINDI