Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Side 26
En að svo búnu leystum við landfest-
ar.
Við vorum sex á bátnum, skipstjóri
Páll Þorláksson, vélstjóri bróðir hans
Halldór Þorláksson, stýrimaður Guð-
mundur Falk, og auk mín tveir háset-
ar, frændurnir Kristmundur Steinsson
og Þorgeir Sveinsson, ættaðir norðan af
Skaga. Veður var mjög stillt er við
sigldum út úr höfninni, og skinu stjörn-
ur uppi, en í hinni daufu skímu byrj-
andi dags mátti sjá að það var sveim á
fugli yfir Örfirisey, og bólstrar á Esj-
unni. Og þegar við vorum búnir að gá
til veðurs og hrista okkur svolítið og
taka í nefið, þeir okkar sem tóku í nef-
ið, þá söfnuðumst við aftur í til að njóta
■hlýjunnar af olíukyntri eldavélinni,
nema skipstjórinn, sem stóð uppi í brú
og stýrði út.
Þarna í eldhúsinu var útvarpsviðtæki
fest á þilið yfir matborðinu, og frá þessu
tæki brosti við manni flugþernan Mar-
grét Guðmundsdóttir sínu hæverska
brosi. Hafði mynd hennar verið klippt
út úr Morgunblaðinu er hún kom heim
eftir hinn fræga sigur sinn í London hér
um árið, og sett þarna upp, bæði til þess
að prýða staðinn, en einnig af því að
Margrét er dóttir Guðmundar heitins
Þorláks, þess sem báturinn er nefndur
eftir. En Guðmundur sá Þorlákur var
mikill aflamaður, og þó ef til vill enn
meiri sómamaður, enda hef ég oft heyrt
sjómenn minnast hans, og alltaf með
hinni mestu virðingu.
Ég veit ekki hvort netin voru á Hamr-
inum'meiri þessa nótt, eða Hamrinum
minni, eða kannski í Melakrikanum, eða
einhvers staðar við Hraunkantinn sem
maður finnur með því að láta þá syðstu
af þremur tilteknum hæðum bera í há-
hnjúk Helgafells, — og eru þetta allt
kunn mið í Faxaflóa. En við vorum
hálfan annan til tvo tíma þangað út og
orðið bjart, þegar Guðmundur stýrimað-
ur krækti stjakanum í baujuna á fyrstu
trossunni og dró hana að bátnum stjórn-
borðsmegin. Því næst kipptum við bauj-
unni um borð.
Ég hafði það starf að draga af spilinu,
og setti færið á skífuna, og það kom inn
óhindrað og með miklum hraða alveg
þangað til drekinn hófst frá botni, þá
þyngdi snögglega í, en aðeins stutta
stund, því að dýpi var hér ekki nema 15
-—20 faðmar, og bráðlega vorum við líka
búnir að taka drekann um borð. Þeir
frændur, Þorgeir og Kristmundur, báru
drekann yfrum og hengdu hann á bak-
borðslunninguna með aðra flaugina fyr-
ir utan. Og nú byrjaði fyrsta netið að
koma upp á skífuna hjá mér.
Og fuglinn fór strax að safnast kring-
um bátinn til að athuga hvað okkur
liði.
En þetta var ekki fýllinn — eða múkk-
inn svo maður tali sjómannamál —, því
að hann er nú allt í einu horfinn úr bugt-
inni; hann, sem venjulega var þarna svo
aðsópsmikill að aðrir fuglar komust
varla í æti fyrir honum, hann er svo
gjörsamlega horfinn, að við höfðum til
dæmis ekki séð einn einasta múkka all-
an þann hálfa mánuð, sem liðinn var
síðan við hófum þessar veiðar. Og er
ekki gott að segja, hvað hvarfinu veldur.
Það er skiljanlegt, að svartfuglinn sést
nú ekki nema einn og einn á stangli, því
að hann hefur verið skotinn svo misk-
unnarlaust, (og eru þar með úr sögunni
þær vísbendingar um aflahorfur, sem
hann veitti sjómönnum samkvæmt
26
ÚTVARPSTÍÐINDI