Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Side 28
snöggvast upp til að skoða inn í skipið,
og settist svo aftur.
Og við vorum allir harla glaðir .
Og þegar svo mikill fiskur var kom-
inni í rennuna að jafnvel annar eins
dugnaðarforkur og Kristmundur hafði
ekki lengur undan að greiða úr, þá vik-
um við Guðmundur frá spilinu og rúll-
unni nokkur augnablik og blóðguðum
fiskinn í kassanum, eða greiddum úr
með Kristmundi.
Við vorum búnir að draga fyrstu
trossuna um leið og sólin kom upp yfir
Vífilsfell, og lögðum hana strax aftur á
sama stað. Greiddi Halldór fyrir kúlun-
um og Kristmundur fleygði út steinun-
um, en við hinir blóðguðum á meðan
það, sem enn var óblóðgað í kassanum.
Svo var stímt að næstu trossu.
Á leiðinni þangað fór ég að raula fyrir
munni mér slagara, sem þau Sigrún
Jónsdóttir og Alfreð Clausen syngja oft
í Óskalögum sjúklinga og fjallar um
mann, sem hét Gvendur og kveikti á
luktunum á liðinni öld. Mér fannst ég
raula hann ósköp lágt, en félagar mínir
tóku samt eftir því, og spurðu hvort mig
væri farið að langa í landlegu. Ég hafði
sem sé gleymt þeim gamla og góða vís-
dómi, að maður á aldrei að syngja eða
blístra á sjó. Sérstaklega er varhugavert
að syngja Ólafur reið með björgum
fram, því það bregzt aldrei að þá skell-
ur á óveður. Og ef maður syngur Ólaf-
ur reið með björgum fram, og klórar
svolítið í mastrið um leið, þá má ganga
út frá því sem vísu, að innan stundar
verði komið aftakaveður.
Auðvitað steinhætti ég að raula um
hann Lukta-Gvend, og við fórum að
draga næstu trossu.
Til að byrja með var engu minna í
henni en þeirri fyrstu. En þegar kom
svolítið út í annað netið skipti skyndi-
lega um, og varð nú lítið að gera fyrir
Guðmund að gogga inn fyrir. Þetta hafði
sem sé ekki verið annað en stjóragleypa.
En þó að fátt væri um þorskinn í þess-
ari trossu, þá vantaði þar ekki háfinn.
Að minnsta kosti var þar meira af hon-
um en eðlilegt gat talizt á þessum tíma,
því að þegar kemur fram í október er
háfurinn venjulega alveg horfinn úr
Bugtinni. Nýtur háfurinn lítilla vin-
sælda meðal sjómanna, því að hann er
þeim einskis virði og vinnur það eitt
sér til frægðar að skemma veiðarfærin
og téfja fyrir. Enda segja sjómenn um
háfinn:
„Þetta er ekki fiskur.“
Eins og allir vita, er háfurinn hákarls-
tegund, og hann fæðir lifandi afkvæmi.
Verður hann stærstur um metri á lengd,
og býður ekki af sér góðan þokka; aug-
un eru að vísu fallega smaragðsgræn, en
ótrúlega flærðarleg, og hjá bakuggun-
um eru beinbroddar hvassir, sem háfur-
inn notar eflaust til að gera illt af sér
meðal heiðarlegra fiska, en voru víst
áður fyrr mikið brúkaðir sem tann-
stönglar í veizlum danskra faktora. —
Kunna sjómenn aðeins eitt ráð til að
losna við ágengni háfsins, og það er að
brytja hann í smátt og fleygja pörtun-
um í sjóinn. Háfur sá, sem fyrir er í
sjónum étur þá hinn sundurskorna bróð-
ur sinn ( og sýnir það hvað kvikindið er
gráðugt), og verður svo illt af öllu sam-
an (og sýnir það hvað kvikindið er heil-
næmt, eða hitt þó heldur). Og eftir þess-
ar trakteringar sér háfurinn sitt óvænna
og flýr af miðunum. Og fari hann vel.
Enda er þetta ekki fiskur.
í þessari trossu var einnig dálítið af
28
ÚTVARPSTÍÐINDI