Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Qupperneq 30

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Qupperneq 30
gjöf. og eins og fyrri daginn hafði sjór- inn lag á að komast inn undir sjóhatt- inn og niður um hálsmálið á stakknum til að láta mann verða ofurlítið blautan, þrátt fyrir það, þó maður hefði reyndar ekki gert neitt verra af sér en að raula svolítið um hann Gvend, sem kveikti á luktunum og aldrei svo mikið sem látið sér til hugar koma að syngja um hann Ólaf, sem reið með björgum fram. Ennþá fylgdi samt fuglinn okkur, flaug með skipinu og hafði nú vindinn á móti eins og við, jafn þögull sem fyrr, jafn þolinmóður, jafn sannfærður um að eitt- hvað merkilegt mundi gerast áður en lyki. Þeir frændur settu upp flatningsborð- ið bakborðsmegin, en við Guðmundur stjórnborðsmegin og hann risti á kviðinn, en ég sleit innan úr, lét lifrina detta í stamp en fleygði afganginum fyrir borð. Og það var þetta, sem fuglinn hafði beð- ið eftir svo þolinmóður síðan snemma um morguninn. Enda rauf hann nú þögnina í fyrsta sinn, og steypti sér garg- andi niður þar sem slógið féll í sjóinn. Og við sögðum í huganum: Verði þér að góðu. Því að þetta var okkar fugl. Ég fann öngul í maga eins þorsksins og sýndi hann Guðmundi. En Guðmund- ur sagði að þetta væri nú heldur ómerki- legur fundur í þorskmaga; þar fyndust oft miklu stærri og merkilegri hlutir, til dæmis heilir flatningshnífar, enda væri það siður þessa ágæta fisks að gleypa helzt allt sem glitraði. Eitt sinn er Guð- mundur var á trolli í Jökuldjúpinu kom þar upp þorskur með forláta skrúfblý- ant í maganum, og hef ég verið að hugsa um hvort ekki mætti túlka það dæmi sem sönnun um haldleysi þeirrar gömlu kenningar að bókvitið verði ekki látið í askana? Þegar báturinn beygði fyrir baujuna hjá Engey um kl. 4, vorum við enn í að- gerð. Og fuglinn frá hafinu, okkar fugl, hann var einnig enn í aðgerð á sína vísu. En svo var líka annar fugl, sem hafði orðið var við ferð okkar, og hann kom nú á móti bátnum svo hundruðum skipti, eins og skæðadrífa, og steypti sér af mikilli frekju í slógið, sem við fleygðum fyrir borð. Þetta var hafnarslektið. Þetta var fuglinn, sem venjulega lifir á úr- gangi þeim er fæst án teljandi fyrirhafn- ar í kyrrum sjónum við bryggjurnar eða þar í nánd sem klóökin opnast úr bæn- um. Þetta var fuglinn, sem nennir ekki að afla sér nýmetis nema þá sjaldan það kemur til hans inn fyrir Engey. Það var þessi fugl, sem hafði nú skyndilega tekið völdin í sjónum kringum bátinn okkar. Og bráðlega mátti sjá hvar einn og einn hæglátur máfur tók sig út úr hópn- um og flaug aftur þegjandi til hafs. Það var fuglinn, sem hafði beðið þolinmóður hjá okkur frá því snemma um morgun- inn. — Það var okkar fugl. Þessi saga mun hafa skeð einhverntíma fyrr á öldum í Florenz. Enskur hershöfðingi var á gangi á einu torgi borgarinnar, er tveir munkar af reglu heilags Franz, urðu á vegi hans. Munkarnir heilsuðu hershöfðingjanum kurteislega og sögðu: „Friður sé með yður!“ Hinn sneri sér að þeim og sagði byrstur: „Drottinn svifti yður öllum ölmusugjöfum!" Munkarnir urðu forviða og spurðu hvernig þeir hefðu móðgað hann. Hershöfðinginn sneri sér á hæl og hreytti út úr sér: „Þið óskið mér þess, að ég sé sviftur mínu daglega brauði og ég óska yður hins sama!“ 30 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.