Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Qupperneq 32

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Qupperneq 32
Kæru Útvarpstíðindi. Mig langar að þakka ykkur fyrir allt, sem þið hafið flutt, mér hefur falið vel við Útvarps- tíðindin það sem af er og vona að það verði eins áfram, einkum vil ég þakka allar mynd- irnar, sem birtar hafa verið, og mig langar að fá sem allra mest af þeim, mig langar sérstak- lega til að fá myndir af þulum útvarpsins ,mér finnst að ég vera þeim beinlínis kunnugur og leiðist að hafa enga hugmynd um, hvernig þeir líti út, en nóg um það. Heldur líst mér þunglega á dagskrá útvarps- ins það sem af er, lítið um skemmtiþætti, sem vinsælastir hafa verið af fólki, sem ég þekki. Eigum við enga „Óskastund" að hafa í vetur og engan þátt, svo sem „Hver veit“, svo fátt sé tal- ið af mörgu. En svo lagast þetta kannske. Virðingarfyllst. Áskrifandi. Flateyri 13. nóv. 1953. Útvarpstíðindi, Reykjavík. Ég skrifa þetta bréf að afstöðnu óvenjulega skemtilegu útvarpskvöldi — eftir því, sem nú gerist. Einar Ölafur Sveinsson, skemmtilegasti fornsögulesari útvarpsins hefur lestur Njálu. Bráðskemtilegur baðstofuþáttur frá Akureyri. Betur að fleiri slíkir færu á eftir. Helgi Hjörvar, skemmtilegasti sögulesari útvarpsins byrjar á „Höllu“. Er þetta það, sem koma skal, eða eig- um við að vænta þess, sem verið hefur? Sann- ast að segja hefur það verið frekar dauft, nema það sé fyrirhugað hlutverk útvarpsins, að vagga börnum þjóðarinnar í svefn. Auðvitað gamalt og göfugt hlutverk, en þá er hávaðinn bara helst til mikill stundum. Ég var að líta yfir skoðanakönnun Útvarps- tíðinda, úrslitin í maíblaðinu. í öllum bænum efnið þið ekki til skoðana- könnunar aftur fyrst um sinn — nema þá kannske um leiðinlegasta útvarpsefnið, og þó gæti það kannske orðið full varasamt. Þrír út- varpsþættir njóta þar mestrar hylli hlustenda. Einn var þá að vísu horfinn til framliðinna — þáttur Péturs Péturssonar, og mun banameinið enn ókunnugt útvarpshlustendum. Minnsta kosti ekki opinberlega staðfest. Nú hefur heyrst að hinum tveim hafi verið útvarpað, þ. e. a. s. úr dagskrá, en ekki íil hlustenda. Þetta minnir mig á söguna um karlinn, sem átti 5 forustukindur. Ein var þó lestrækust og fór alltaf á undan, og kunni karl ekki við þá hegðun og fargaði henni, þá tók önnur við, og fór sömu leið, og svo koll af kolli, þar til allar voru farnar. Þá var karl ánægður. Auðvitað hefur útvarpinu bætzt ýmislegt nýtt, svo sem sinfóníuhljómsveit, eða á kannske að segja sinfonía. Það er sjálfsagt íslenzkara, enda virðist hún valda mörgum hlustendum andleg- um sinadráttum, þegar hún birtist þeim í út- varpinu. Nú er það eflaust góður viðauki við íslenzka menningu að starfrækj.a slíka hljómsveit, en mörgum virðist það vafasöm ráðstöfun að leggja hana á vasa útvarpsnotenda, þó hægt sé að skrúfa fyrir víðtækið — en ekki vasana, eins og málum er komið. En hvað um það, þrátt fyrir allt er rétt að lifa í voninni um mörg kvöld á borð við föstu- dagskvöldið 13. nóv. H. H. Mig langar til að biðja Útvarpstíðindi að koma á framfæri til réttra aðila þeirri fyrir- spurn, hvort engin takmörk séu fyrir því í lög- um varðandi útvarpsreksturinn, hve hátt út- varpsgjaldið má vera, hvort það sé hægt að hækka það ótakmarkað. Það virðist nú vera innheimt svo hátt gjald, að almenningi sé ill mögulegt að greiða það og mun það hvergi ann- ars staðar í heiminum vera inriheimt af not- endum svo hátt gjald, og svo er heimilt að taka tækin úr notkun og innsigla, ef ekki eru til staðar aurar til að greiða gjajdið á réttum tíma. Væri ekki réttara að innheimta með lög- taki, þetta gjald eins og önnur vangoldin gjöld, heldur en að taka af eigendum þeirra eign og setja undir innsigli. Útvarpsnotandi í sveit. 32 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.