Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Page 34
HODSCHA NASREDDIN
Það er haft fyrir satt, að um árið 1400
hafi í Tyrklandi lifað spekingur nokkur
með þessu nafni. Fékkst hann bæði við
kennslu og prestsskap, og er eftir honum
haft ýmislegt spaklegt, sem sagt er að
Tyrkinn vitni gjarna í, þegar vel liggur
á honum. Svo mikið er víst, að mikill
straumur fólks leggur árlega leið sína
að gröf Nasreddins, sem er í Akschehir,
og er það trú þarlendra manna að sá
sem ekki reki upp skellihlátur við gröf
þessa spekings, muni rata í ógæfu. En þá
eins og nú, var skammt öfganna á milli
og þótti speki Nasreddins á stundum
jaðra við fíflskap, enda var hann ýmist
nefndur spekingurinn eða fíflið. Hér
birtast nokkur sýnishorn af svörum og
viðbrögðum Nasreddins, eins og vor
fyrrverandi óvinur Tyrkinn segir þau
nú til dags;
1.
Dag nokkurn kom Nasreddin til myllu-
húss og hafði með sér poka hálffullan
af korni. Þegar hann var þangað kominn
byrjaði hann strax að taka handfylli
sína úr pokum þeim, sem nágrannarnir
áttu geymda í myllunni og láta í sinn
poka.
Malarinn ávítaði hann harðlega, en
Nasreddin svaraði: „Ég er fífl og geri
allt, sem mér dettur í hug.“
„Jæja, fyrst svo er,“ svaraði malarinn,
„þá geturðu alveg eins látið korn úr
þínum poka í poka hinna.“
„Þá væri ég nú reyndar helmingi
meira fífl,“ var svar Nasreddins.
2.
Nasreddin átti einn asna, og dag nokk-
urn týndist hann- Hann leitaði hans
lengi, en jafnframt þakkaði hann Allah
hárri raustu.
Einn nágranni hans spurði hann hvað
hann væri að þakká Allah, fyrst hann
hefði orðið fyrir þeim skaða að týna
hinum dýrmæta asna sínum.
Það stóð ekki á svari Nasreddins: „Ég
þakka Allah, að ég sat ekki á baki asn-
ans, þegar hann týndist. Ef svo hefði
verið, þá væri ég vitanlega týndur líka.“
3.
Eina nóttina vaknaði Nasreddin við
það, að þjófur var kominn inn í íbúð
hans og var að klyfja sig hinum fátæk-
legu munum hans og hafa á brott með
sér.
Nasreddin klæddi sig í skyndi, tók
saman það, sem eftir var af munum í
íbúðinni og fór á eftir þjófnum. Þegar
hann kom að húsinu, sem þjófurinn bjó
í, og ætlaði inn, varnaði sá síðarnefndi
honum inngöngu og spurði, hvað honum
væri á höndum.
„Nú,“ svaraði Nasreddjin sakleysis-
lega, „ert þú ekki að hjálpa mér að
flytja hingað?“
4.
Einn morguninn þegar Nasreddin kom
út, mætti hann forvitnum nágranna,
sem spurði hann strax hvaða hávaði og
læti það hefðu verið, sem heyrzt hefðu
frá heimili hans kvöldið áður.
34
ÚTVARPSTÍÐINÐl